CHANGE / Churchill
feykir.is
Það var lagið
25.03.2013
kl. 16.59
Churchill heitir hljómsveit frá Denveri í Bandaríkjunum, upphaflega tveggja manna árið 2008 en þrír bættust við ári síðar.
Hljómsveitina skipa frumherjarnir Tim Bruns (gítar og söngur) og Mike Morter (mandólín og gítar) og síðan þau Tyler Rima (bassi), Joe Richmond (trommur) og Bethany Kelly (hljómborð og söngur).
Lagið Change hefur gert ágæta hluti á Billboard enda grípandi og smart í þessum þjóðlaga-rokk-kántrí-geira sem tröllríður öllu þessi síðustu misseri.
http://www.youtube.com/watch?v=Im8zYhFB0JA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.