BLUES HAND ME DOWN / Vintage Trouble

Hljómsveitin Vintage Trouble er eldhress, rekur ættir sínar til Hollywood í Kaliforníu, stofnuð 2010 og spilar gamaldags sól og rokk.

Þeir fjórmenningar, Ty Taylor söngvari, gítarleikarinn Nalle Colt, Rick Barrio Dill á bassa og trommarinn Richard Danielson, hafa gefið út eina plötu, The Bomb Shelter Sessions, sem kom út 2011.

Vintage Trouble hafa getið sér gott orð fyrir spilamennskuna en hér er hægt að sjá upptöku af lagi þeirra Blues Hand Me Down. Ef einhverjir hafa áhuga er hægt að finna fleiri upptökur frá sama giggi á YouTube.

http://www.youtube.com/watch?v=CVq9htPM2D8&feature=relmfu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir