APPLAUSE / Lady Gaga
Poppdrottningin Lady Gaga er í startholunum með nýja plötu sem hefur fengið nafnið ARTPOP. Fyrsti smellurinn af plötunni er lagið Applause.
Stefani Joanne Angelina Germanotta, öðru nafni Lady Gaga, er fædd 1986 og uppalin í New York. Hún er allt í senn söngvari, lagahöfundur, upptökustjóri, aktivisti, athafnakona, tískuhönnuður og leikkona.
Fyrsta plata hennar, The Fame, skaut henni strax upp á stjörnuhimininn en hún innihélt lög á borð við Just Dance, Poker Face. Ári síðar bætti hún Monster við The Fame og þar voru lög á borð við Alejandro, Bad Romance og Telephone. Platan Born This Way kom út 2011 og innihélt lög á borð við Born This Way og The Edge of Glory.
Myndbandið við Applause er óvenjulegt en þar er Lady Gaga í hinum fjölbreyttustu júníformum og karakterum. Þeir sem vilja pæla aðeins í þeim málum geta kíkt á þessa slóð hjá Rolling Stone >
http://www.youtube.com/watch?v=pco91kroVgQ
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.