Skagafjörður

Hákon Þór endaði leikana með fullkominni umferð

Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson klikkaði ekki á skoti í síðustu umferð sinni á Ólympíuleikunum í París í dag. Hákon Þór lauk keppni í 23. sæti í leirdúfuskotfimi og er það besti árangur Íslendings á Ólympíuleikunum í greininni.
Meira

„Ég treysti því að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun“

„Það var góð stemning eftir leikinn enda sýndum við mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn eftir að hafa lent 1-3 undir. Gott og mikilvægt stig sem við tókum með okkur úr leiknum,“ sagði Laufey Harpa Halldórsdóttir, vinstri vængur og spyrnutæknir Tindastólsliðsins í Bestu deildinni, þegar Feykir spurði út í stemninguna að loknu 3-3 jafntefli gegn liði Þórs/KA á dögunum.
Meira

Hákon Ólympíufari bæði húnvetnskur og skagfirskur

Ólympíuleikarnir standa nú sem hæst í París í Frakklandi og í dag keppti Hákon Þ. Svavarsson í skotfimi. Skagfirskur íbúí í Mosfellsbæ hafði samband við Feyki af þessu tilefni og tilkynnti að hann hefði hitt konu í ræktinni í morgun sem sagði honum að Svavar þessi væri af skagfirskum ættum.
Meira

Það er upplifun að sækja messu í Ábæjarkirkju

Hin árlega Ábæjarmessa verður á Ábæ í Austurdal í Skagafirði sunnudaginn 4. ágúst kl. 14:00. Löngum hefur þessi messa verið afar vel sótt og ekki hafa allir gestir komist inn í kirkjuna og því hefur fólk gjarnan setið í kirkjugarðinum og hlýtt þar á messuna. Veðurspáin gerir ráð fyrir sumarblíðu á sunnudaginn; hátt í 20 stiga hita og léttskýjuðu og því allt útlir fyrir dýrðlegan drottins dag.
Meira

Framkvæmdir við Félagsheimilið Hvammstanga

Nú standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir við Félagsheimilið á Hvammstanga. Um er að ræða viðgerð á þaki sem er löngu tímabær. Pappi hefur verið rifinn af þakinu, verið er að smíða grind sem á verða lagðar yleiningar. Í framhaldinu er til skoðunar að ráðast í viðgerðir á ytra byrði hússins á næsta ári en steypuskemmdir á húsinu eru nokkrar. Nú stendur yfir vinna við gerð verk- og kostnaðaráætlunar fyrir það verk í samræmi við úttekt á ástandi hússins sem unnin var fyrir nokkrum árum.
Meira

Hafnarvogarhúsið á Hvammstanga komið í listrænan búning

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að á síðasta ári fékk sveitarfélagið styrk úr styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótar Íslands til að setja upp myndavænt auðkenni fyrir sveitarfélagið. Markmið verkefnisins er fegrun umhverfisins en um leið að stuðla að því að gestir taki myndir sem deilt er á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á svæðinu.
Meira

Nína Júlía vann sinn flokk á Unglingalandsmótinu

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Unglingalandsmótið í ár er haldið í Borgarnesi og verður setningarathöfnin haldin í kvöld. Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt og keppt er í 18 keppnisgreinum. Ýmiss konar afþreyingar er einnig í boði og skemmtun fyrir alla fjölskylduna en um 1000 ungmenni eru á svæðinu og eru 40 þátttakendur frá UMSS skráðir til leiks og 24 keppendur fyrir hönd USAH. Keppni hófst í golfi í gærkvöldi í frábæru veðri á Hamarsvelli og voru þrír þátttakendur mættir frá UMSS. Fyrsti keppandi mótsins fyrir hönd UMSS gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk og var hin brosmilda og káta Nína Júlía Þórðardóttir þar á ferðinni, frábær árangur hjá henni. 
Meira

Halla Tómasdóttir sett í embætti forseta í dag

Halla Tómasdóttir sór drengskapareið að stjórnarskránni og var sett í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Embættistakan hófst með helgistund í Dómkirkjunni en að henni lokinni var gengið til athafnar í Alþingishúsinu. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar, Kristín Edwald, forsetakjöri áður en drengskaparheit var unnið.
Meira

Ekkert er sjálfgefið á sérleiðum

Ljómarallýið fór fram um síðustu helgi og voru 20 áhafnir ræstar út frá Vélavali í Varmahlíð á laugardagsmorgninum en rallýkeppnin var önnur í röðinni af fimm í Íslandsmeistaramótinu 2024. Veðurskilyrði voru ákjósanleg, hvorki sól, þoka, né úrkoma að trufla einbeitingu ökumanna eða starfsfólks. Aðstæður voru þó nokkuð krefjandi og vætutíð að undanförnu gerði yfirborð vegar á köflum mjög sleipt en töluverð afföll urðu í keppnisbílaflotanum vegna bilana, útafaksturs og veltutilþrifa. Sex áhafnir urðu að játa sig sigraðar og luku ekki keppni. 
Meira

Starfsmaður N1 látinn fara eftir líkamsárás

Á fréttavefnum mbl.is segir að starfs­manni N1 á Blönduósi hef­ur verið sagt upp eft­ir að hann réðst á ann­an karl­mann á bens­ín­stöðinni á vinnu­tíma sl. sunnu­dag. Um er að ræða tvo kunn­ingja en málið er komið á borð lög­reglu. Þetta staðfest­ir Jón Viðar Stef­áns­son, for­stöðumaður ein­stak­lings­sviðs N1, í sam­tali við mbl.is. „Þeir þekkj­ast. Þetta er svona per­sónu­leg­ur harm­leik­ur á milli mann­anna,“ seg­ir Jón.
Meira