Skagafjörður

Gæsasalat og hreindýrasteik | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 44 árið 2023 voru Elvar Örn Birgisson og Elín Petra Gunnarsdóttir. Þau eiga saman fjögur börn: Birgittu Katrínu 9 ára, Þorvald Heiðar 6 ára, Álfheiði Báru 4 ára og Rúrik Örn eins árs. Elvar og Elín búa á bænum Ríp í Hegranesinu þar sem þau eru með sauðfjárbú, ferðaþjónustu og hross í fjölskyldurekstri með foreldrum Elvars og systkinum. 
Meira

Gómsæt listaverk

Um miðjan nóvember kom út Stóra brauðtertubókin og er nokkuð ljóst á titlinum hvað innihald bókarinnar felur í sér. Þarna er á ferðinni 223 blaðsíðna uppskriftarbók með fallegum myndum af þjóðarrétti Íslendinga, brauðtertunni. Feykir hefur lengi verið mikill aðdáandi brauðtertunnar og fylgist grant með Facebook-hópnum Brauðtertufélagið Erla og Erla þar sem áhugafólk brauðtertunnar deilir myndum af listaverkunum sínum sem það hefur dundað við að gera fyrir alls konar tilefni.
Meira

Erlent kúakyn- bjargvættur íslenskra kúabænda

Í kvöld mánudaginn 6. janúar, verður haldinn rafrænn fundur á Zoom klukkan 20:30 þar sem spjallið um innflutning á erlendu kúakyni verður tekið. 
Meira

Kosning hafin á Manni ársins á Norðurlandi vestra 2024

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Átta tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

Met þátttaka í Gamlárshlaupinu á Króknum

Á gamlársdag stóð hlaupahópurinn 550 Rammvilltar fyrir Gamlárshlaupinu sem haldið hefur verið á Króknum, þennan síðasta dag ársins, til fjölda ára. Aðsóknin fór fram úr björtustu vonum og þrátt fyrir 17 gráðu frostið voru hvorki meira né minna en 405 manns sem mættu til leiks þennan fallega gamlársmorgun.
Meira

Snjómokstur í dreifbýli

Á vef Skagafjarðar kemur fram að ný símanúmer til að óska eftir snjómokstri í dreifbýli tóku gildi um áramót.
Meira

Svangi Mexíkaninn og mangóterta | Feykir mælir með.....

Við kíktum aðeins á matarbloggið hjá Albert eldar og fundum tvær girnilegar uppskriftir til að deila með ykkur ágætu lesendur. Að þessu sinni varð fyrir valinu heitur réttur sem nefnist Svangi Mexíkaninn og væri tilvalið að prufa yfir hátíðarnar sem fram undan eru og svo fylgir með létt og frískandi uppskrift að mangótertu sem þarf ekki að baka og því mjög auðveld í framkvæmd.
Meira

Fjögur stig á Krókinn eftir helgina

Það var nóg um að vera þessa fyrstu helgi ársins í körfuboltanum hjá Tindastól en það var Meistaraflokkur karla sem byrjaði gleðina og átti leik á Meistaravöllum föstudaginn 3. janúar á móti Tóta Túrbó og liðsfélunum hans í KR. Leikurinn byrjaði ekki sannfærandi hjá Stólunum og var hugurinn kominn á þá leið að KR-ingar væru að fara að hirða þessi tvö stig af okkur eins og í 1. umferðinni.
Meira

Þrettándinn er í dag :: Ráðlagt að hlusta ekki á tal kúa

Í dag 6. janúar er þrettándinn en nafn dagsins er stytting úr þrettándi dagur jóla. Í bók Árna Björnssonar Saga daganna, kemur fram að dagurinn var áður talinn fæðingardagur Jesú á undan 25. desember. „En þegar sú tign var af honum tekin, hlaut hann í staðinn virðingarheitið epiphania, sem merkir opinberun, og var þá svo látið heita, að Kristur hefði á þeim degi opinberast með þreföldum hætti hér á jörðu: tilbeiðslu vitringanna, skírninni í Jórdan og brúðkaupinu í Kana.
Meira

Kjúklingur með bláberjasósu og þristarúlluterta | Feykir mælir með....

Að þessu sinni ætlar Feykir að mæla með kjúklingi í potti með bláberjabombu og þristarúllutertu. Þessar uppskriftir og myndir koma frá matarbloggsíðunni www.hanna.is.
Meira