Skagafjörður

Vel heppnuðu Króksmóti lokið

Króksmótið í knattspyrnu fór fram á Sauðárkróki um helgina og bærinn fullur af kátum knattspyrnuköppum í yngri kantinum. Samkvæmt upplýsingum Feykis voru 520 þáttakendur á mótinu og alls 87 lið skráð til leiks.
Meira

Sam­fé­lags­legt tap af af­námi tolla | Margrét Gísladóttir skrifar

Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. Dæmi um slíkt er hvatning Viðskiptaráðs til íslenskra stjórnvalda um að afnema tolla á innfluttar matvörur, sem birtist á flestum fjölmiðlum í gær [8. ágúst]. Hér er ekki um nýjan málflutning að ræða en hugmyndir af þessum toga eru hins vegar afar varhugaverðar og oft illa ígrundaðar.
Meira

Krían reyndist ekki til vandræða á Sauðárkróksvelli

Fjórtánda umferðin af átján í 4. deildinni hófst á Króknum í gær þegar Tindastólsmenn tóku á móti þunnskipuðu liði Kríu af Seltjarnarnesi. Gestirnir voru í sjötta sæti deildarinnar en lið heimamanna í öðru sæti. Þegar upp var staðið unnu Stólarnir stórsigur, 5-0, og aðeins dómarinn skyggði á gleðina með því að vísa hinum magnaða Domi af velli rétt fyrir leikslok.
Meira

Þróttarar með allt á hornum sér

„Við vorum sterkari í þessum leik heldur en Þróttur. Báðir þjàlfarar voru sammála því að betra liðið tapaði í dag. Svoleiðis er það stundum. Mér finnst það því miður of oft hafa verið reyndin hjá okkur í sumar sérstaklega á heimavelli. Þróttarar eru samt klárlega góðar en mér finnst við bara betri en bara ólánsamari hreinlega.“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna að loknum leik Tindastóls og Þróttar í Bestu deild kvenna í gær. Gestirnir höfðu öll stigin á brott með sér en Þróttarar unnu leikinn 1-2 eftir að hafa lent undir.
Meira

Dóttir rússneska Tindastólsrisans í úrslitum á ÓL

Einhverjum gætu þótt Skagfirðingar, já eða Feykir, ganga freklega fram í að tengja Ólympíukempur til Skagafjarfðar. Það er því um að gera að æra óstöðugan og halda áfram. Nú lét Morgunblaðið vita af því að blakdrottningin Ekaterina Antropova sé komin í úrslit á Ólympíuleikunum með ítalska landsliðinu. Ekaterina er dóttir Michail Antropov sem spilaði körfubolta með liði Tindastóls árin 2000-2003 en hún fæddist einmitt á Akureyri árið 2003.
Meira

LNV óskar eftir upplýsingum vegna umferðarslyss í Langadal

Lögreglan á Norðurlandi vestra óskar eftir upplýsingum um umferðarslys sem varð á þjóðvegi 1 (Norðurlandsvegi) í Langadal, á vegarkafla skammt frá bænum Auðólfsstöðum, sunnudaginn 30. júní síðastliðinn um kl. 18:30. Í þágu rannsóknar málsins óskar lögreglan eftir upplýsingum um bifreið sem ekið var í átt að Blönduósi, fram úr nokkrum bifreiðum, með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjóls, sem ekið var úr gagnstæðri átt, í átt að Varmahlíð, slasaðist.
Meira

Gleðilega hinsegin daga – um allt land

Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, listafólk, veitingafólk, söngvarar, dansarar, fræðafólk, almenningur sem hefur sótt viðburði og ekki síst stjórn Hinsegin daga fyrir að gera þessa viku að þeirri veislu fjölbreytileikans sem hún er.
Meira

Íslandsmót í hrútadómum á Sauðfjársetri á Ströndum

Árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þann 18. ágúst næstkomandi og hefst keppnin kl. 14. Undirbúningur fyrir helgina gengur vel. Það er alltaf góð þátttaka í hrútadómunum, en keppt er bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara. Venjulega eru keppendur um 50 og koma víða að. Fjölmargir mæta svo til að sjá á keppendur sýna snilli sína.
Meira

Tveir heimaleikir og Króksmót

Í kvöld fara fram tveir leikir á Sauðárkróksvelli. Stelpurnar hefja leika kl. 18:00 þegar þær mæta Þrótti. Strákarnir mæta svo liði Kríu kl. 20:15. Sjoppan verður í hvíta tjaldinu og grilluðu hamborgararnir á sínum stað. Frítt verður á völlinn í kvöld.
Meira

Mennt er máttur í sjávarútvegi – Skóli sjávarútvegs og siglinga

Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Meira