Skagafjörður

Sorpmóttökustöðvarnar í Skagafirði lokaðar um verslunarmannahelgina og nýtt sorphirðudagatal

Sorpmóttökustöðin Flokka á Sauðárkróki, Farga í Varmahlíð og sorpmóttökustöðin á Hofsósi verða lokaðar um verslunarmannahelgina, laugardaginn 3. ágúst, sunnudaginn 4. ágúst og mánudaginn 5. ágúst, segir á vef Skagafjarðar. 
Meira

Orð að lokum | Erla Jónsdóttir skrifar

Kæru íbúar, það eru blendnar tilfinningar á þessum tímamótum þegar staðfest hefur verið að Skagabyggð mun sameinast Húnabyggð 1. ágúst 2024.
Meira

Húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi tekið í gegn

Í fyrrasumar fóru af stað framkvæmdir við að klæða gamla hluta Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi að norðan og austan en áður hafði verið skipt um þak. Að sögn Jóhanns Bjarnasonar, skólastjóra, var þeirri framkvæmd ekki lokið þegar skólastarf hófst síðasta haust.
Meira

Jafntefli á Króknum

Tindastóll og Þór/KA mættust á Króknum í gær í 15. umferð Bestu deildarinnar. Stólastúlkur hafa ekki unnið leik síðan þær spiluðu gegn Keflavík í lok júní og voru því mjög hungraðar í sigur. Stelpurnar náðu samt sem áður í sterkt stig því lokatölur leiksins voru 3-3 þar sem Elise skoraði sitt fyrsta mark og Jordyn setti tvö og er því komin með níu mörk það sem af er tímabilsins. Eftir leikinn situr Þór/KA í 3. sæti en Tindastóll í því 8.. Næsti leikur er á móti Þróttur Reykjavík þann 9. ágúst á Króknum. 
Meira

Vel heppnað minningarmót hjá GÓS

Sunnudaginn 28. júlí fór fram kvennamót til minningar um Evu Hrund hjá Golfklúbbnum Ós á Vatnahverfisvelli við Blönduós. Alls mættu 22 vaskar konur víðsvegar af landinu og líkt og á síðasta ári lék veðrið við keppendur. Mótið var afskaplega vel heppnað í alla staði og allt gekk eins og best var á kosið. Að móti loknu var boðið upp á vöfflukaffi í matsal Húnaskóla og þar fór einnig fram verðlaunaafhending. 
Meira

Vertu velkomin í Skagafjörðinn Edyta Falenczyk

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina pólsku Edyta Falenczyk um að leika með kvennaliðinu í Bónusdeildinni á komandi tímabili. “Edyta hefur reynslu úr efstu deild á Íslandi. Hún er öflugur fjarki sem getur teygt á gólfinu og hún er góð skytta auk þess að vera góður varnarmaður og frákastari. Það er eitthvað sem við þurfum til að vinna leiki” segir Israel Martin.
Meira

Nú verður dansinn stiginn í Árgarði Í Skagafirð

Harmonika virkar mjög flókin og gamaldags en er tiltölulega ungt hljóðfæri, varð ekki til fyrr en á þriðja áratug 19. aldar. Hún virkar þannig að þegar maður blæs eða tregur hana sundur og saman fer loft í gegnum tónfjaðrir sem samanstanda af hljómborði, bassa og belg. Ýmsar stærðir og gerðir eru til af harmonikum og eru þær ýmist með hljómbassa eða tónbassa. Hún er fyrst og fremst danshljóðfæri og eru alls konar dansar dansaðir við hljóma hennar. Harmonikan byrjaði sem hljóðfæri yfirstéttarinnar en á síðari hluta 19. aldar tókst mönnum í Þýskalandi að finna aðferð til að fjöldaframleiða hana. Það varð til þess að verðið á henni lækkaði talsvert og þá höfðu fleiri tök á að fjárfesta í einni slíkri. Talið er að hún hafi komið til Íslands seinni hluta 19. aldar og varð strax geysivinsælt hljóðfæri.
Meira

Grétar Freyr vann sjöunda Hard Wok mótið

Sjöunda Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær þar sem 17 kylfingar tóku þátt. Veðrið var frábært og ágætis skor. Sigurvegari mótsins, annað skiptið í röð því hann vann einnig sjötta Hard Wok mótið, var Grétar Freyr Pétursson með 27 punkta.
Meira

Hjólhýsabruni á Löngumýri, Skagafirði

Eldur kviknaði í hjólhýsi á Löngumýri í Skagafirði í dag. Samkvæmt Brunavörnum Skagafjarðar barst tilkynning um brunann kl. 10:59 og var allt tiltækt lið frá Sauðárkróki kallað út. Við komu viðbragðsaðila á staðinn var hjólhýsið gjörónýtt og til happs var að enginn var í hjólhýsinu þegar eldur kom upp. Þá voru engin mannvirki nálægt og gróður í kringum hjólhýsið blautt og iðagrænt og náði því eldurinn ekki að breiðast meira út áður en slökkvibíllinn kom á staðinn.  
Meira

Frábær árangur á Íslandsmóti barna og unglinga í hestaíþróttum

Íslandsmót í barna- og unglingaflokki í hestaíþróttum fór fram í Mosfellsbæ á dögunum og þar átti hestamannafélagið Skagfirðingur flottar fulltrúa sem stóðu sig ótrúlega vel. Í barnaflokki var einn fulltrúi, Emma Rún Arnardóttir, í unglingaflokki kepptu þær Greta Berglind Jakobsdóttir, Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
Meira