Skagafjörður

Grillaður dagur í Stóragerði

Það var margt um manninn sl. laugardag á Samgöngusafninu í Stóragerði Skagafirði sem bauð öllum gestum dagsins frítt inn á safnið í tilefni af því að þann 26. júní náði safnið þeim merka áfanga að verða 20 ára. Það var því öllu tjaldað til og margt annað sem var í boði fyrir gesti því þeir sem mættu gátu einnig fengið sér pylsu, drykki, köku og ís.
Meira

Velur þú að loka barnið þitt inni í her­bergi með barna­níðingi?

Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað.
Meira

Omoul Sarr til liðs við kvennalið Tindastóls í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina reynslumiklu Omoul Sarr um að leika með kvennaliðinu á komandi tímabili í Bónusdeildinni segir í tilkynningu á Facebook-síðu Kkd. Tindastóls.
Meira

Fjöldi íslenskra fjárhunda heimsótti Byggðasafn Skagfirðinga

Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson (1906-1979) stóð Byggðasafnið fyrir dagskrá í Glaumbæ sl. fimmtudag í miklu blíðskaparveðri. Watson var mikill Íslandsvinur og eigum við honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn hefur varðveist. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundsins og er afmælisdagur hans "Dagur íslenska fjárhundsins".
Meira

Frábær toppbaráttusigur Tindastóls

Það var stórleikur í 4. deildinni á Króknum í dag þegar heimamenn í Tindastól tóku á móti liði Hamars í Hveragerði. Lið Tindastóls hefur halað inn mikilvæg stig að undanförnu og var komið í annað sæti deildarinnar með 22 stig en Hvergerðingar voru tveimur stigum á eftir í þriðja sætinu. Sigur Stólanna hefði komið þeim í góða stöðu. Þetta gekk eftir og Stólarnir unnu stórsigur. Lokatölur 4-0.
Meira

Gul viðvörun frá miðnætti og fram á miðjan dag

Það er alltaf tími fyrir pínu leiðindaveður. Nú á miðnætti skellir Veðurstofan á okkur gulri veðurviðvörun hér á Norðurlandi vestra og stendur sú viðvörun fram til kl. 15 á morgun. Spáð er norðvestan 8-15 m/s og rigningu, talsverðri eða jafnvel mikilli úrkomu á vestanverðum Tröllaskaga.
Meira

Slakur varnarleikur varð Stólastúlkum að falli gegn Fylki

Donni þjálfari var ekki par sáttur við sínar stelpur í dag eftir skell í Árbænum þegar Stólastúlkur sóttu Fylki heim. Árbæjarliðið sat á botni deildarinnar fyrir leikinn, höfðu ekki unnið leik síðan í maí, en eftir jafnan fyrri hálfleik tók heimaliðið völdin og vann sanngjarnan 4-1 sigur.
Meira

Ítalskur pastaréttur og panna cotta

Matgæðingur í síðustu viku var Fanney Birta Þorgilsdóttir en hún er fædd og uppalin á Hofsósi. Fanney hefur búið í Reykjavík síðustu fimm ár en flutti á heimaslóðirnar með manninum sínum, Fandam, síðasta haust. Þau eiga saman fjögurra mánaða strák sem heitir Ísak. „Okkur finnst einstaklega gaman að borða ítalskan mat og þegar við fáum fólk í matarboð slær þessi pastaréttur alltaf í gegn, bæði hjá börnum og fullorðnum.“ 
Meira

Rabb-a-babb 228: María Sigrún

Að þessu sinni er það María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á RÚV, sem svarar Rabbinu. „Foreldrar mínir eru Hilmar Þór Björnsson, ættaður úr Svefneyjum, og Svanhildur Sigurðardóttir [Sigurðar varðstjóra í Varmahlíð] úr Skagafirði. Ég var alin upp í Vesturbæ Reykjavíkur,“ segir María Sigrún sem er móðir þriggja barna, stúdent frá MR, BA í hagfræði frá Háskóla Íslands og með MA í fréttamennsku frá Háskóla Íslands.
Meira

Réttsælis eða rangsælis | Leiðari 27. tölublaðs Feykis

Tröllaskagahringinn fór undirritaður sl. sunnudag í sumarveðri. Þrátt fyrir að þurfa að fara í gegnum fjögur göng þá er alla jafna gaman að fara þennan rúnt – ekki síst í góðu veðri. Það er margt að skoða og leiðin stútfull af bröttum fjöllum og grösugum dölum, söfnum og sjoppum. Á leiðinni er rennt í gegnum Hofsós, Sigló, Ólafsfjörð og Dalvík og hægt að teygja rúntinn með viðkomu á Hólum, í Glaumbæ, Varmahlíð, á Króknum og á Akureyri. Og svo ekki sé talað um að uppgötva útvegsbæina Árskógs-strönd, Hauganes, Hjalteyri og Dagverðareyri og hvað þeir nú heita allir þarna í Eyjafirðinum.
Meira