Skagafjörður

Sólskinið mælt í Skagafirði

Þann 12. júlí var settur upp svokallaður sólskinsstundamælir við Löngumýri í Skagafirði en það gerðu starfsmenn Veðurstofunnar. Mælirinn er settur upp að tilstuðlan Skagfirðingsins Magnúsar Jónssonar, veðurfræðings og fyrrum Veðurstofustjóra. „Ástæða þess að hér er settur upp mælir er kannski aðallega forvitni mín á veðri og veðurfari í Skagafirði,“ sagði Magnús í spjalli við Feyki.
Meira

Arctic Coast Open var haldið sl. helgi á skotsvæði Skotfélags Markviss

Á Facebook-síðu Skotfélags Markviss segir að vel heppnuðu Arctic Coast Open mót á skotsvæði Skotfélags Markviss lauk sl. helgi. Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir hafi lagt margt jákvætt til málanna þessa helgi, en þrátt fyrir úrhelli og kulda gengu hlutirnir eins og í sögu. Keppendur frá fjórum skotfélögum auk Markviss mættu til keppnis. Skotið var eftir hefðbundnu fyrirkomulagi, skipt var í A og B flokk eftir keppni á laugardeginum (3 umferðir) og svo skotnar tvær síðustu umferðirnar auk úrslita í báðum flokkum á sunnudeginum.
Meira

Kvennamót GÓS til minningar um Evu Hrund

Sunnudaginn 28. júlí ætlar Golfklúbburinn Ós að halda opið kvennamót til minningar um Evu Hrund á Vatnahverfisvelli fyrir ofan Blönduós. Keppt verður í þremur flokkum í punktakeppni með forgjöf og verða verðlaun veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti. Nándarverðlaun verða á tveimur par 3 holum (á flöt) ásamt því að dregið verður úr skorkortum viðstaddra í lokin. Mæting er klukkan 9:30 og verður ræst út af öllum teigum klukkan 10:00. Mótsgjaldið er 5.000 krónur. Innifalið er vöfflukaffi að móti loknu.
Meira

Rabb-a-babb 229: Helga Björg kírópraktor

Helga Björg Þórólfsdóttir er fædd árið 1989 dóttir þeirra heiðurshjóna Þórólfs Péturssonar frá Hjaltastöðum og Önnu Jóhannesdóttur frá Sólvöllum. Á Hjaltastöðum sleit Helga barnsskónum og nam svo líffræði áður en hún hélt til Banda-ríkjanna að læra kírópraktík. Við það hefur hún starfað síðan hún kom aftur til Íslands árið 2016.
Meira

Síðsumarsball í Árgarði 17. ágúst

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði stendur fyrir Síðsumarsballi í Árgarði laugardaginn 17. ágúst frá kl. 21:00 - 01:00. Norðlensku molarnir leika fyrir dansi. Aðgangseyrir er 4000 kr. og allir eru velkomnir. Því miður þá er ekki posi en hægt að greiða með pening eða millifærslu á staðnum. 
Meira

Sögusetur íslenska hestsins hefur opnað á ný

Sögusetur íslenska hestsins, sem staðsett er á Hólum í Hjaltadal, opnaði dyr sínar fyrir gestum á ný um miðjan júní síðastliðinn. Setrinu var lokað fyrir um tveimur árum og ráðist í stefnumótunarstarf. Hægt er að skoða sýningar safnsins fram í miðjan ágúst en opnunartími þess er frá kl. 11-17 alla daga.
Meira

Glæsilegir jazztónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu

Það er fastur liður í starfsemi Heimilisiðnaðarsafnins að halda Stofutónleika og í nokkur undanfarin ár hafa þeir farið fram á síðasta degi Húnavöku. Í þetta sinn heimsóttu okkur Blönduósingurinn Haraldur Ægir Guðmundsson, kontrabassaleikari, sonur Erlu Evensen og Guðmundar Haraldssonar. Með honum í för voru þau Rebekka Blöndal, söngkona og Daði Birgisson sem lék á píanó. Haraldur (Halli Jazz) gaf áheyrendum innsýn í hvað á daga hans hefur drifið undanfarin ár í tali og tónum, en hann er allt í senn tónskáld og textahöfundur, framleiðandi og kontra- og rafbassaleikari.
Meira

Skriða féll yfir Reykjastrandarveg í gær

Það rigndi heilan helling í gær og þá ekki hvað síst á Tröllaskaganum. Veðurstofan gaf út gula veðurviðvörun fyrir gærdaginn og varaði við flóða og skriðuhættu í kjölfar rigninganna. Fjölmiðlar greindu frá því að skriða hefði fallið á Reykjastrandarveg og þá fékk Feykir upplýsingar um að skriða hafi fallið ofan við Ingveldarstaði í Hjaltadalnum en þar rigndi mikið.
Meira

„Ég dansaði og söng fyrir hlé, svaf svo seinni partinn“ | GUÐRÚN HELGA

Áfram heldur Feykir að banka upp á og biðja fólk um að svara Tón-lystinni. Nú er það Guðrún Helga Jónsdóttir sem býr í Miðhúsum í Akrahreppi hinum forna sem kemur til dyra. Hún segist vera af hinum óviðjafnanlega 1975 árgangi og hafa alist upp við dásamlegar aðstæður í Miðhúsum. „Pabbi, Jón Stefán Gíslason, er borinn þar og barnfæddur en mamma, Sigríður Garðarsdóttir, er ættuð úr Neðra Ási,“ segir Guðrún Helga.
Meira

Umhverfisverðlaun 2024 veitt á Húnavöku

Umhverfisverðlaun Húnabyggðar 2024 voru veitt á Húnavöku sl. fimmtudag en verðlaunin eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi. Það var Berglind Hlín Baldursdóttir, varaformaður umhverfisnefndar Húnabyggðar, sem afhenti verðlaunin.
Meira