Skagafjörður

Andri Már stígur á stokk í Mexíkó

Feykir hefur aðeins fylgst með ævintýrum Andra Más Sigurðssonar / Joe Dubious á mexíkanskri grundu. Andra kannast margir við sem tónlistarmann og hann var eftirminnilega í framlínu hljómsveitarinnar dáðu, Contalgen Funeral, sem margir sakna. Andri flutti til Mexíkó árið 2019 og bjó í þorpinu La Erre í Guajajuato-fylki síðast þegar Feykir tók á honum púlsinn. Í fyrra sögðum við frá því að Andri væri farinn að láta á sér kræla í tónlistinni í Mexíkó og nú spilaði hann á virtri menningarstofnun, El Museo de la Independencia en Dolores Hidalgo – hvorki meira né minna!
Meira

Sigtryggur og Þórir boðaðir til æfinga fyrir undankeppni Eurobasket 2025

Karlalandsliðið Íslands í körfuknattleik verður við æfingar núna síðustu daga júlí mánaðar. Æfingarnar er liður í undirbúningi fyrir síðustu leikina í undankeppni EuroBasket 2025 sem verða spilaðir í nóvember og febrúar. Tveir leikmenn Tindastóls voru boðaðir til æfinga, þeir Sigtryggur Arnar Björnsson og Þórir Þorbjarnarson.
Meira

Helvítis illgresið! | Leiðari 28. tölublaðs Feykis

Þegar veður er gott þá langar mig ekkert meira en að fara upp í bústað og beint í drullugallann. Það tekur mig nefnilega ekki nema 15 mínútur að keyra þangað en dagarnir til að sýsla í þessu hafa ekki verið margir í ár og garðurinn því eftir því – allur út í illgresi.
Meira

Íslandsmót golfklúbba í kvennaflokki stendur yfir þessa dagana

Þessa vikuna stendur yfir Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna á Standavelli á Hellu. Keppni lýkur á morgun, laugardag, og á Golfklúbbur Skagafjarðar fulltrúa á þessu móti. Þetta er í 43. skiptið sem mótið er haldið en fyrst var leikið í kvennaflokki árið 1982. Í fyrra sigraði Golfklúbbur Mosfellsbæjar sem á titil að verja en GM hefur allt í allt sigrað fimm sinnum.
Meira

Ljómarallið fer fram í Skagafirði á morgun

Það verður ekkert gefið eftir þegar Ljómarallý fer fram í Skagafirði á morgun, laugardaginn 27. júlí. Ljómarallið er önnur keppnin í Íslandsmeistaramótinu en fresta þurfti keppni á Suðurnesjum í vor og staðan í Íslandsmeistaramótinu því mun opnari en oft hefur verið á þessum árstíma. Keppnin verður með hefðbundu sniði og verður fyrsti bíll ræstur frá Vélaval í Varmahlíð kl. 8 á laugardagsmorguninn.
Meira

Inga Sigríður og Inga Sólveig skrifa undir samning

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningum við þær Ingu Sigríði og Ingu Sólveigu um að spila áfram fyrir Tindastól í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Dagur Þór formaður deildarinnar segir þetta mjög góðar fréttir fyrir félagið „Það er mikilvægt að halda áfram að byggja upp og horfa til framtíðar“
Meira

Fimm lið frá Tindastól á Rey Cup í Reykjavík

Það var stuð og stemning í stúkunni á Laugardalsvelli í gær þegar Rey Cup fótboltamótið var formlega sett í fínasta veðri. Alls eru 148 lið skráð til leiks og þar af eru 136 lið frá 29 félögum á Íslandi en einnig má sjá lið frá Danmörku, Þýskalandi, Malawi, Bretlandi og Bandaríkjunum spila á mótinu. Keppt er í bæði U14 og U16 í drengja og stúlknaflokki og sendi Tindastóll frá sér fimm lið á mótið, þrjú í drengjaflokki (tvö í U14 og eitt í U16) og tvö í stúlknaflokki (bæði í U14). Til gamans má geta að innan raða Tindastóls á þessu móti má finna krakka frá öllu Norðurlandi vestra vegna samstarfs milli Tindastóls, Fram á Skagaströnd, Hvatar á Blönduósi og Kormáks á Hvammstanga. 
Meira

Nýtt trampólín á leikskólalóðinni

Krakkarnir á Leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd verða örugglega mjög kátir með viðbótina á leikskólalóðinni en nýtt trampólín var staðsett þar í vikunni. Þá segir á Facebook-síðu Skagastrandar að Villi með hjálp frá Ingvari og Sibba hafi komið fyrir trampólíni á leikskólalóðinni ásamt því að snyrta svæðið fyrir framan girðinguna. Flokkur vinnuskólans kom svo og gerði fínt eftir gröfukallana.
Meira

Valskonur enn númeri of stórar fyrir Stólastúlkur

Tindastóll og Íslandsmeistarar Vals mættust á Króknum í gær. Stólastúlkur hafa ekki átt góðu gengi að fagna gegn Valsliðinu frekar en önnur lið og það varð engin breyting á því í gær. Heimaliðið stóð þó fyrir sínu fyrsta klukkutímann, jafnt var í hálfleik en þá hafði hvort lið gert eitt mark, en gæði stúlknanna hans Péturs okkar Péturssonar skinu í gegn þegar á leið og lappir Stólastúlkna fóru að þyngjast. Lokatölur 1-4.
Meira

Meistaraflokkur kvenna á heimaleik í kvöld kl. 18

Það er heimaleikur í kvöld, miðvikudag 24. júlí, kl. 18:00 hjá meistaraflokki kvenna gegn Val í Bestu deildinni. Eins og staðan er í deildinni fyrir leikinn þá sitja Valsstúlkur í 2. sæti en Stólastelpur í 8. sæti. Það er því mjög mikilvægt að úrslit leiksins verði þeim í hag og þurfa stelpurnar á stuðning að halda á leiknum. Það er því ekkert annað í stöðunni en að mæta á leikinn og hvetja stelpurnar áfram. koma svo allir á völlinn!
Meira