Skagafjörður

Byrjaði í orgelnámi síðasta haust

Friðrik Þór Jónsson í Skriðu í Blönduhlíð gerir upp árið með okkur hjá Feykir. Friðrik býr með Sigríði Skarphéðinsdóttur og eiga þau dæturnar Silju Rún og Sunnu Sif.
Meira

Róbert Daníel með stórkostlegar myndir af borgarísjakanum við Blönduós

Eftir leiðindarveðrið sem búið er að herja á okkur hér á Norðurlandi vestra yfir jólahátíðina kom í ljós í gær að eitt stykki borgarísjaki læddist inn Húnafjörðinn og var staðsettur um fjóra kílómetra fyrir utan Blönduós. Vinur okkar hann Róbert Daníel Jónsson var ekki lengi að taka upp myndavélina og festa á filmu nokkrar fallegar myndir og myndband sem var birt á öllum helstu fréttamiðlum landsins í gær.
Meira

Takið fram hlaupaskóna, Gamlárshlaupið er á morgun!

Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar tóku við hlaupakeflinu af Árna Stefánssyni í lok Gamlársdagshlaupsins fyrir ári síðan. Á morgun gamlárdag verður hlaupið sem löngu er komin mikil hefð fyrir á Sauðárkróki, ræst á slaginu 12:30 við Íþróttahúsið á Sauðárkróki nánar tiltekið á bílastæðinu við Árskóla. Happdrættið verður kl. 13:30 svo þá þurfa hlaupagarparnir að vera búnir að skila sér til baka.
Meira

„Þetta er algerlega galið“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna.
Meira

Rabb-a-babb: Karen Helga

Karen Helga R Steinsdóttir er fædd 1995 gift Jóni Helga Sigurgeirssyni og saman eiga þau þrjá drengi þá Sigurstein Finn sex ára, Þorstein Helga fimm ára og Jóhann Liljar eins árs. Fjölskyldan býr í Víkum á Skaga. Karen er fædd og uppalin á Hrauni á Skaga, dóttir Merete Rabølle og Steins Leós Rögnvaldssonar og bjó þar að mestu þangað til fjölskylda flutti í Víkur 2017. Þar reka þau sauðfjárbú og svo hefur hún unnið á Hjallastefnuleikskólanum Bjarnabóli á Skagaströnd síðan 2020 sem hún segir algjöran draum í dós.
Meira

Karlakórinn Heimir frestar söng um sólarhring

Veðrið skall á með látum eins og varla hefur farið framhjá nokkrum sem í Skagafirði og nærsveitum eru. Karlakórinn Heimir ætlaði að hefja upp raust sína í Miðgarði í kvöld 28. desember klukkan 20:00 og uppselt var á tónleikana en nú er orðið ljóst að fresta þarf tónleikunum vegna veðurs.
Meira

Fótboltaæfingin og beygla með rjómaosti og sultu hápunktur dagsins

Síðast vorum við í Svíþjóð með Birni Inga Óskarssyni og núna fljúgum við yfir hafið alla leiðina til Tennesee í Bandaríkjunum nánar tiltekið til Jefferson City sem er háskólabær rétt við Knoxville. Þar stundar Krista Sól Nielsen fótboltastjarna frá Sauðárkróki nám í félagsráðgjöf með sálfræði sem aukagrein og spilar fótbolta. Krista er dóttir Ernu Nielsen og Gests Sigurjónssonar en Krista flutti út fyrir rúmu ári síðan.
Meira

Græni salurinn í kvöld !

Sannkölluð tónlistarveisla verður í Bifröst á Sauðárkróki í kvöld föstudaginn 27.desember, þegar tónleikar sem nefnast Græni salurinn byrja á slaginu 20:30. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tónleikarnir eru haldnir og er það með þessa tónleika eins annað á þessum árstíma fyrir þeim er komin hefð.
Meira

Jólabarnaball í sal FNV í dag kl. 17:00

Hið árlega Jólabarnaball verður haldið á sal Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í dag, föstudaginn 27. des. kl. 17:00. Að vanda eru allir hjartanlega velkomnir – börn og fullorðnir. Nemendur í 10. bekk Árskóla syngja og dansa við jólatréð og svo mæta að sjálfsögðu jólasveinarnir með glaðning handa krökkunum ... Hóhó!
Meira

Karlafitt 550 sigraði Jólamót Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, annan dag jóla, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Samkvæmt venju var mótið vel sótt, bæði af hálfu keppenda og ekki síður áhorfenda en að þessu sinni tóku 10 lið þátt. Keppt var í tveimur riðlum, á tveimur völlum, frá kl. 11-16, en þá hófst úrslitaleikur efstu liða hvors riðils. Það var Karlafitt 550, sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins og Una Aldís Sigurðardóttir hlaut þann heiður að fá Samfélagsviðurkenningu Molduxa þetta árið. 
Meira