Skagafjörður

Ellefu-tólf ára var ég byrjuð að reyna að sauma á mig föt sjálf

Valdís Finnbogadóttir á Blönduósi segir lesendum frá handverki sínu í handverks-þætti Feykis þessa vikuna. Valdís fæddist í Reykjavík, ólst þar upp til 11 ára aldurs en flutti þá í Kópavoginn. Hún bjó þar alveg þangað til hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi 17 ára gömul og hefur búið á Blönduósi síðan.
Meira

Vonar að Eden Hazard komi aftur til baka :: Liðið mitt Arnór Guðjónsson

Arnór Guðjónsson er Norðlendingum að góðu kunnur á fótboltavellinum en hann hefur í mörg ár leikið sitthvoru megin Þverárfjalls, eins og stundum er sagt. Síðustu tvö tímabil lék hann með liði Tindastóls en Kormákur/Hvöt naut krafta hans þar áður en samkvæmt skýrslum KSÍ kom hann á Krókinn frá SR árið 2016. Nú hefur Arnór söðlað um á ný og nýbúinn að skrifa undir hjá Kormáki Hvöt og tekur því slaginn með Húnvetningum í 3. deildinni í sumar.
Meira

PCR sýnatökur á Króknum um helgina – Hertari sóttvarnareglur

Á heimasíðu HSN kemur fram að á morgun laugardaginn 15. janúar og sunnudaginn 16. janúar verður boðið upp á PCR sýnatökur á heilsugæslunni á Sauðárkróki á milli klukkan 09:30-10:00. Hertar aðgerðir í sóttvarnamálum taka gildi á miðnætti.
Meira

Þrjú framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra fengu viðurkenningu SSNV

Fjölmargar tilnefningar bárust til fyrirmyndarverkefna á árinu 2021 á starfssvæði SSNV en á heimasíðu samtakanna kemur fram að í desember hafi verið kallað eftir þeim annars vegar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og hins vegar á sviði menningarmála. Stjórn SSNV ákvað á fundi sínum þann 11. janúar sl. að veita þremur framúrskarandi verkefni viðurkenningu.
Meira

FNV áfram sem stigahæsta tapliðið í Gettu betur

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að lið FNV hefði fallið úr leik í Gettu betur spurningaleiknum góða en þá hafði liðið tapað viðureign sinni við Tækniskólann. Það sem Feykir ekki vissi var að eitt lið sem tapaði sinni viðureign í fyrstu umferð færi áfram í aðra umferð. Lið FNV fékk flest stig þeirra skóla sem töpuðu og því ánægjulegt að geta leiðrétt að FNV er ekki úr leik og mætir liði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í annarri umferð.
Meira

440 milljón króna nýframkvæmdir við Skagafjarðarhafnir

Skagafjarðarhafnir gera ráð fyrir 440 milljón króna nýframkvæmdum árin 2021-2031 samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar svf. Skagafjarðar. Þar af verður 350 m.kr. varið í nýja viðlegukanta, 50 m.kr. í rafbúnað vegna orkuskipta, 20 m.kr. í flotbryggjur og 20 m.kr. í hafnarbakka/uppland og landfyllingar.
Meira

Helgi Seljan nýr rannsóknarritstjóri Stundarinnar

Fréttamaðurinn og rannsóknarblaðamaðurinn Helgi Seljan hefur gengið til liðs við Stundina. Helgi hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín hérlendis og erlendis, meðal annars þrenn blaðamannaverðlaun Íslands og 9 tilnefningar til sömu verðlauna. Helgi hefur oftast allra, eða fjórum sinnum, verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.
Meira

Áfram í sókn

Sóknaráætlanir landshlutanna eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Um er að ræða einkar vel heppnaða aðgerð þar sem landshlutasamtök sveitarfélaga stofna með sér samráðsvettvang og stilla upp áætlun sem setur fram sýn og markmið sem draga fram sérstöðu svæðanna. Þannig er stutt við ákvarðanir um úthlutun fjármagns og verkefni sem unnin eru undir merkjum sóknaráætlana.
Meira

49 manns í einangrun á Norðurlandi vestra og 88 í sóttkví

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú í morgun segir að 16 ný smit í umdæminu hafi greinst í gær og þar af sex utan sóttkvíar. Alls eru 49 manns í einangrun á Norðurlandi vestra og 88 í sóttkví. „Þetta er verkefni okkar allra, munum sóttvarnirnar,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á riðuveiki, segir í grein Eyþórs Einarssonar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. RML hefur auk Keldna, Karólínu í Hvammshlíð og hópi áhugasamra erlendra vísindamanna, komið að verkefnum sem m.a. miða að því að leita í stofninum að verndandi arfgerðum. Öll sú vinna miðar að því að hafa fleiri verkfæri í baráttunni við riðuveiki með það að markmiði að útrýma henni.
Meira