Skagafjörður

Elskar að kenna í listavali í Árskóla

Ásta Búadóttir býr á Sauðárkróki, er alin upp á Hvalnesi á Skaga, en flutti tvítug til Sauðárkróks. Bjó í fjögur ár á Höfn í Hornafirði, þar sem hún hóf sinn búskap, en flutti aftur í Skagafjörðinn. Árið 1991 flutti hún til Reykjavíkur í nám, en kom svo aftur eftir námið og hefur verið í Skagafirðinum síðan. Hún er matreiðslumeistari og kennari í Árskóla.
Meira

Kolefnisjafna rúntana :: Áskorandapenninn Jón Marz Eiríksson brottfluttur Skagfirðingur

Ég er fæddur á Hvammstanga og ólst fyrstu ár mín upp á Síðu og svo í Bjarghúsum við Vesturhópsvatn, Birna Jónsdóttir móðir mín er þaðan en Eiríkur Jónsson frá Fagranesi er faðir minn. Þegar ég var níu ára gamall fluttum við á Sauðárkrók og voru það talsverð viðbrigði. Það er margt búið að breytast á Króknum síðan þá og nýjasta breytingin sem ég tók eftir er að gamla barnaskólanum er búið að breyta í íbúðir.
Meira

Við ætlum okkur bikarinn

„Þetta lið er náttúrulega stórkostlegt og [stelpurnar] eiga þetta svo sannarlega skilið. Þvílík samheldni, barrátta og hrein gæði sem skila þessu hjá þeim. Stórkostleg blanda af leikmönnum og allt teymið i kringum liðið er alveg frábært.,“ sagði Donni þjálfari þegar Feykir spurði hann eftir leikinn í kvöld hvað hann gæti sagt um liðið sitt sem þá var nýbúið að endurheimta sæti sitt í efstu deildinni í kvennaknattspyrnunni.
Meira

Stólastúlkur á fljúgandi siglingu upp í Bestu deildina

Kvennalið Tindastóls sýndi fádæma öryggi í kvöld þegar þær heimsóttu lið Augnabliks á Kópavogsvöll. Það var ljóst fyrir umferðina að sigur í Kópavogi mundi tryggja Stólastúlkum sæti í Bestu deild kvenna að ári og það var hreinlega aldrei spurning hvort liðið tæki stigin í kvöld. Lið Tindastóls tók snemma völdin í leiknum og þær voru 0-4 yfir í hálfleik. Heldur hægðist á leiknum í síðari hálfleik en stelpurnar bættu við einu marki, sigruðu því 0-5 og eru í góðum gír að mæta toppliði FH á Króknum um næstu helgi – sigur tryggir Stólastúlkum efsta sætið í Lengjudeildinni.
Meira

Líf atvinnumanns í fótbolta er bæði skrítið og mikið ævintýri

Nú í leikmannaglugganum í júlí var ákveðið að styrkja lið Stólastúlkna fyrir lokaátökin í Lengjudeildinni. Rakel Sjöfn Stefánsson kom frá liði Hamranna á Akureyri en hún hafði spilað með liði Tindastóls sumarið 2020 og tvær stúlkur komu alla leið frá Ástralíu; hin 18 ára ástralska/maltneska Claudia Jamie Valetta og hin þrítuga Melissa Alison Garcia. Hún er bandarísk að uppruna, frá San Diego í Kaliforníu, en er einnig með lúxemborgskt vegabréf. Hún spilar ýmist á miðjunni eða frammi og er kraftmikill reynslubolti en hún er þegar búin að skora tvö mörk í fimm leikjum með Stólastúlkum.
Meira

Allt Tindastólsfólk á Kópavogsvöll í kvöld

Það styttist óðfluga í fótboltatímabilinu. Karlalið Tindastóls hefur lokið leik í 4. deildinni þar sem ekki náðist sá árangur sem að var stefnt. Lið Kormáks/Hvatar spilar næstsíðasta leik sinn í 3. deildinni um helgina en spennan er mest í kringum kvennalið Tindastóls sem spilar við lið Augnabliks á Kópavogsvelli í kvöld. Ef stelpurnar ná að vinna leikinn þá hafa þær tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. Stuðningsfólk Tindastóls er því hvatt til að fjölmenna á völlinn í kvöld og styðja Stólastúlkur en leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira

Fyrsti æfingaleikurinn í körfunni í kvöld

Ef menn þyrstir á ný í körfubolta eftir spennu og naglanögun vorsins þá geta þeir hinir sömu tekið gleði sína í kvöld. Þá kemur lið Hattar frá Egilssöðum í Síkið og spilar æfingaleik við lið Tindastóls. Leikurinn hefst kl. 19:30.
Meira

Sýslumaður Íslands verður á Húsavík

Morgunblaðið greinir frá því í dag að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra sé búinn að ákveða hvar sýslumaður Íslands verði staðsettur eftir boðaða sameiningu allra sýslumannsembætta landsins undir eina stjórn. Er ákvörðun ráðherra m.a. byggð á greiningu Byggðastofnunar.
Meira

Upphafsfundur rammasamnings með sveitarfélögum um aukið framboð á húsnæði

Næstkomandi mánudag 12. september kl.12.00 verður haldinn upphafsfundur um rammasamning á milli ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða á árunum 2023-2032. Fundurinn verður haldinn hjá HMS í Borgartúni 21 en honum verður jafnframt streymt í gegnum Teams.
Meira

Stelpurnar í 4. flokki lutu í gras eftir vítaspyrnukeppni

Það var hörkuleikur á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi þegar Tindastóll/Hvöt/Kormákur og Stjarnan/Álftanes mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins í 4. flokki kvenna. Fjórða flokk skipa leikmenn sem eru 14 ára og yngri og er óhætt að fullyrða að stelpurnar gáfu allt í leikinn sem fór bæði í framlengingu og að lokum vítaspyrnukeppni þar sem gestirnir að sunnan höfðu á endanum betur og tryggðu sig í úrslitaleik gegn liði FH. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 en liðunum tókst ekki að reka smiðshöggið í framlengingu.
Meira