Skagafjörður

Planleggja líf og fjör á Króknum

Í lok ágúst sagði Feykir frá sviptingum í veitingabransanum á Sauðárkróki. Þar kom m.a. fram að viðræður stæðu yfir um kaup fyrri eigenda Kaffi Króks, hjónanna Kristínar Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáls Aðalsteinssonar (Sigga Dodda), á KK Restaurant við Aðalgötuna á Króknum. Nú eru kaupin staðfest og stefna Siggi Doddi og Kristín að því að opna um miðjan október og auglýsa nú eftir starfsfólki. „Það verður erfitt að opna ef við fáum ekki fólk í lið með okkur,“ sagði Siggi Doddi þegar Feykir spurði hvenær stæði til að opna.
Meira

Sigríður Garðarsdóttir stóð uppi sem sigurvegari

Meistaramót GSS í holukeppni lauk nú í lok sumars og var það Sigríður Garðarsdóttir sigraði að lokum eftir úrslitaviðureign við Sylvíu Dögg Gunnarsdóttur. Sigga vann leikinn á 14. holu og er þar með sigurvegari Meistaramóts GSS 2022. Alls voru 22 keppendur skráðir til leiks í holukeppninni en þar er keppt í einstaklings viðureignum í útsláttarkeppni þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.
Meira

Bangsaspítalinn á Akureyri á laugardaginn

„Lýðheilsufélag læknanema tilkynnir með stolti að Bangsaspítalinn sívinsæli verður haldinn í fyrsta skipti á Akureyri laugardaginn 17. september næstkomandi!“ segir á Facebooksíðu heilsugæslunnar á Akureyri en þangað er öllum börnum, ásamt foreldrum eða forráðamönnum, boðið að koma með veika eða slasaða bangsa á 5. hæð milli klukkan 10 og 16.
Meira

Ungir og eldri heimamenn taka slaginn með Stólunum

Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir frá því að gengið hefur verið frá samningum við öflugan flokk ungra og sprækra heimamanna um að leika með Stólunum á komandi leiktíð. Þetta eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Orri Már Svavarsson, Veigar Örn Svavarsson, Eyþór Lár Bárðarson, Reynir Barðdal og Axel Kárason.
Meira

Stokkað upp í rekstri Söguseturs íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins hefur verið starfrækt í ríflega tvo áratugi en það var stofnað að Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Árið 2006 var það gert að sjálfseignarstofnun og eru stofnaðilar hennar Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Nú er setrið á krossgötum þar sem erfiðlega hefur gengið að tryggja fjármögnun á rekstur þess. Vegna óvissu sem ríkti um reksturinn fyrr á árinu var forstöðumanni setursins, Kristni Hugasyni, sagt upp störfum og því verið lokað tímabundið a.m.k.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Skagafirði

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar árið 2022 voru veittar í Húsi frítímans fimmtudaginn 8. september og voru viðurkenningarnar sjö að þessu sinni. Þetta var átjánda árið sem Soroptmistaklúbbur Skagafjarðar hafði veg og vanda að tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenninga fyrir hönd sveitarfélagsins.
Meira

Friðrik Þór temur og kennir við Wiesenhof-búgarðinn í Þýskalandi

Síðast var Dagur í lífi í heimsókn hjá Björk Óla og Sossu á bráðadeildinni í Sacramento í Bandaríkjunum en þaðan einhendumst við hálfan hnöttinn og lendum í Þýskalandi. Þar snögghemlum við í þorpinu Marxzell-Burbach nyrðst í Svartaskógi, skógi vöxnum fjallgarði í suðvesturhorni Þýskalands. Við bönkum upp á hjá Friðriki Þór Stefánssyni, 27 ára gömlum skagfirskum tamningamanni og reiðkennara við einn stærsta Íslandshesta-búgarð landsins.
Meira

Matgæðingur í tbl 21 - Misgáfulegir pastaréttir Dósa

Matgæðingur vikunnar í tbl 21 á þessu ári var Sæþór Már Hinriksson en hann starfar sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls ásamt því að skemmta fólki með tónlistarflutningi þegar hann má vera að og námsmaður með meiru. Sæþór er í sambúð með Karen Lind Skúladóttur og eiga þau eina dóttur saman, Sölku Sæþórsdóttur.
Meira

Haustbragur á Tindastólsmönnum í tapi gegn Hetti

„Fyrst og fremst var gaman að koma aftur íþróttahúsið og hitta stuðningsmennina og allt fólkið sem hjálpar til við alla umgjörð heimaleikjanna,“ tjáði Helgi Margeirs, aðstoðarþjálfari Stólanna í körfunni, Feyki þegar forvitnast var um leik Tindastóls og Hattar sem spilaður var í Síkinu í gærkvöldi. Gestirnir höfðu betur í leiknum, 74-88, en Helgi segir að leikurinn hafi spilast að miklu leiti eins og við mátti búast hjá Stólunum. „Spilið var stirt og hægt á löngum köflum en inn á milli birti til og við sáum glitta i það sem við viljum gera þegar líður á og liðið slípast saman.“
Meira

Elskar að kenna í listavali í Árskóla

Ásta Búadóttir býr á Sauðárkróki, er alin upp á Hvalnesi á Skaga, en flutti tvítug til Sauðárkróks. Bjó í fjögur ár á Höfn í Hornafirði, þar sem hún hóf sinn búskap, en flutti aftur í Skagafjörðinn. Árið 1991 flutti hún til Reykjavíkur í nám, en kom svo aftur eftir námið og hefur verið í Skagafirðinum síðan. Hún er matreiðslumeistari og kennari í Árskóla.
Meira