200 nýjar skagfirskar skemmtisögur í einni bók
„Jæja, hún er komin í hús blessunin, sjötta bókin í ritröðinni Skagfirskar skemmtisögur,“ segir Björn Jóhann Björnsson, skemmtisagnasafnari og Moggamaður, á Facebook-síðu sinni. Fram kemur að nú bætast um 200 sögur í sarpinn en alls eru sögurnar á prenti orðnar um 1.300 talsins.
Kápan skartar mynd af bæjarstjóranum í útbænum, Bjarna Har, og vísar í eina þekktustu söguna af kaupmanninum kankvísa, þegar kúnni nokkur kvartaði undan hárlitlum þvottakústum. Bjarni tók derrann að ofan og sagði sallarólegur: „Allt í stíl hjá BP!“
„Blessuð sé minning vinar míns, Bjarna Har, og að sjálfsögðu er bókarkápan blá,“ segir Björn Jóhann en fleiri sögur af Bjarna eruí bókinni og aðrir góðkunningjar úr fyrri bindum koma við sögu. Þá munu fleiri persónur úr flestum hreppum kynntar til leiks.
Bókin ætti að sjálfsögðu að fást í öllum helstu bókaverslunum landsins og mun eflaust færa bros fram á varir lesenda og jafnvel hósta upp nokkrum hlátrasköllum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.