Skagafjörður

Páskabingó í Varmahlíðarskóla í dag

Í dag, 14. mars kl. 17:00 heldur 10. bekkur sitt árlega páskabingó í matsal skólans. Miðað við fjallið af vinningum sem nemendur hafa safnað í hús geta margir glaðst með hjálp bingóspjaldanna! Í ár er svo boðið upp á nýjung: nemendur í 10. bekk bjóða upp á barnapössun! Spjaldið kostar kr. 1.000 og sömuleiðis barnapössun.
Meira

Tækjamót Slysavarnarfélags Landsbjargar um næstu helgi

Á Facebooksíðu Björgunarveitin Skagfirðingasveit segir að um helgina verði allt fullt af björgunarsveitartækjum í Skagafirði og nágrenni en halda á Tækjamót Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hér à svæðinu. Félagar úr björgunarsveitum frá Húnavatnssýslu og Skagafirði hafa undanfarnar vikur lagt hart að sér við að skipuleggja mótið en um 260 manns eru skràðir og fylgir þeim gríðarmagn af tækjum.
Meira

Karlakórinn Söngbræður með tónleika á Hvammstanga

Karlakórinn Söngbræður heldur tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 16. mars kl. 16:00. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson og um píanóleik sér Kjartan Valdemarsson. Miðaverð er kr. 3000 og posi verður á staðnum.
Meira

Þórður Ingi vann þriðja Kaffi Króks mótið

Þriðjudaginn 12. mars var þriðja mótið í Kaffi Króks mótaröðinni haldið í aðstöðu Pílukastfélags Skagafjarðar og tóku 17 keppendur þátt í þetta sinn. Spilað var í þrem riðlum og stóð Þórður Ingi Pálmarsson uppi sem sigurvegari í A-riðli, Reynir Hallbjörnsson vann B-deildina og Andri Þór Árnason vann C-deildina. Hæsta útskot kvöldsins átti svo hinn ungi Axel Arnarsson með 121 stig.
Meira

Öruggara Norðurland vestra - viltu taka þátt?

Býrð þú á Norðvesturhluta Íslands? Ertu innflytjandi og skilur íslensku? Vilt þú taka þátt í að móta Safer Northwest með öllum helstu hagsmunaaðilum á svæðinu? Safer North West er svæðisbundið samráð gegn ofbeldi, öðrum brotum og stuðla að bættri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa. Á vinnustofunni verður mikið rætt um málefni barna og ungmenna, jaðarsetta hópa, þjónustu við fólk með geðræn vandamál sem og ofbeldi í nánum samböndum.
Meira

Þriðja Guðrúnin kosin formaður FKS

Aðalfundur Félags kúabænda í Skagafirði 2024 var haldinn 20. febrúar sl.,vel var mætt á fundinn og Rafn Bergsson formaður nautgripadeildar BÍ var gestur fundarins. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur og formannsskipti urðu, Guðrún Þórdís Halldórsdóttir bóndi á Ytri-Hofdölum var kosin formaður og gaman að segja frá því að hún er þriðji kvenmaðurinn í þeirri stöðu og einnig þriðja Guðrúnin.
Meira

Brjóstamiðstöð Landspítalans er með brjóstaskimun í samstarfi við Heilsugæsluna á Sauðárkróki 8. - 12. apríl / 8 – 12 Kwiecień

Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við Heilsugæsluna á ferð um landið vorið 2024 með brjóstaskimun. Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan.
Meira

Sigmar Þorri sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Skagafirði

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í alls 23 skipti í Skagafirði. Allt frá degi íslenskrar tungu á ári hverju er markvisst unnið með framsögn í skólastarfi grunnskólanna og allir nemendur sjöundu bekkja taka þátt og fá þjálfun í því að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Meira

Jón Karl Karlsson - Minning

Góður Lionsfélagi Jón Karl Karlsson er fallinn frá á 87. aldursári. Útför hans var gerð frá Sauðárkrókskirkju þann 12. febrúar s.l. Lionskúbbur Sauðárkróks minnist hans með virðingu og þökk fyrir hans miklu Lionsstörf.
Meira

Landsvirkjun býður í fræðslumolakaffi á Blönduósi þann 20. mars

Landsvirkjun býður til upplýsingafundar um samspil náttúru og lífríkis við orkuvinnslu við Blöndu miðvikudaginn 20. mars í félagsheimilinu á Blönduósi. 
Meira