Skagafjörður

Birgitta, Elísa og Laufey semja við Tindastól

Nú síðustu vikurnar hefur knattspyrnudeild Tindastóls verið með samningspennann á lofti og stutt er síðan þrjár stúlkur skrifuðu undir samning og munu sýna leikni sína í Bestu deild kvenna með liði Tindastóls í sumar. Þetta eru þær stöllur frá Skagaströnd, Birgitta Rún og Elísa Bríet sem eru bráðefnilegar og svo Króksarinn Laufey Harpa sem komin er í hóp reynslubolta. Þetta verða teljast hinar bestu fréttir.
Meira

Nemendur kynna hugmyndir sínar

Þann 26. febrúar kynntum við nemendur í 5-7.bekk í Varmahlíðaskóla hugmyndir okkar um hvernig við viljum hafa skólalóðina. Við buðum foreldrum okkar, skólaliðun- um í skólanum vegna þess að þeir þekkja skólalóðina svo vel, og síðast en ekki síst, sveitarstjóranum í Skagafirði, Sigfúsi Inga.
Meira

Félagsmenn Verslunarmannafélags Skagafjarðar samþykktu nýjan kjarasamning

Þó alþjóðlegi vöffludagurinn sé í dag þá er þegar um hálfur mánuður síðan vöffluilminn lagði yfir landið í kjölfar þess að skrifað var undir kjarasamninga. Síðustu daga hafa félagsmenn stéttarfélaganna kosið um samningana og á heimasíðu Verslunarmannafélags Skagafjarðar er sagt frá því að atkvæðagreiðslu þar lauk 21. mars sl. og var samningur Landssambands íslenskra verslunarmanna samþykktur með 85% atkvæða.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra framúrskarandi á sviði menningar 2023

Á vef Húnaþing segir að leikflokkur Húnaþings vestra hefur fengið viðurkenningu SSNV fyrir framúrskarandi verkefni á sviði menningar fyrir söngleikinn Himinn og jörð.
Meira

Óskað eftir tilboðum í leikskólabyggingu í Varmahlíð

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar nú eftir tilboðum í uppsteypu og utanhúss frágang við nýjan leikskóla í Varmahlíð sem á að rísa sunnan við Varmahlíðarskóla. Í verkinu felst að steypa upp, einangra og klæða utan bygginguna sem er um 555 m2 að stærð. Húsi skal skilað lokuðu, fulleinangruðu og tilbúnu til innanhússfrágangs, eigi síðar en 15. desember 2024 en heildarverklok eru áætluð þann 1. apríl 2025.
Meira

Fögnum alþjóðlega vöffludeginum í dag, 25. mars

Áskorun til allra í tilefni dagsins! Skelltu í vöfflur því það er alþjóðlegi vöffludagurinn í dag. Ekki flækja hlutina og náðu þér í Vilko þurrefnablöndu og dassaðu smá vatn við. Ef þú vilt setja í þína eigin uppskrift þá er ég með eina góða...
Meira

Veturinn mun enda þegar vorið flæðir inn um gluggana

Það var talsverður veðurhvellur sem íbúar á Norðvesturhorninu máttu þola undir lok vikunnar með tilheyrandi ófærð og veseni. Dagurinn í dag var hins vegar hinn fallegasti þó kalt væri og næstu daga verður boðið upp á meiri kulda og norðanátt en allt útlit er þó fyrir skaplegt veður að öðru leiti.
Meira

Inga leggur stígvélin á hilluna

Ingibjörg Axelsdóttir starfsmaður landvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki hefur lagt stígvélin á hilluna eftir farsælan starfsferil hjá fyrirtækinu. Haldið var kaffisamsæti að þessu tilefni í kaffistofu landvinnslunnar og þar voru Ingu færðar þakkir fyrir vel unnin störf og óska samstarfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins henni alls hins besta.
Meira

Keflvísk sveifla snéri bikarúrslitaleiknum á hvolf

Það var spilað til úrslita í VÍS bikarnum í dag en þá mættust lið Tindastóls og Keflvíkur í Laugardalshöllinni. Leikurinn var æsispennadi framan af en síðari hálfleikurinn reyndist leiðinlega sveiflukenndur fyrir stuðningsmenn Stólanna því eftir að hafa náð 14 stiga forystu í upphafi hans þá datt botninn úr leik okkar manna og Keflvíkingar hrukku í gírinn. Lokatölur 79-92 og ekki annað í stöðunni en óska Keflvíkingum til hamingju.
Meira

Veður enn vont og færð erfið

Enn er veður með leiðinlegasta móti á Norðurlandi vestra og færð erfið enda víðast hvar stórhríð eða skafrenningur.Vegirnir yfir Holtavörðuheiði og Þverárfjall eru enn ófærir en vegirnir yfir Vatnsskarð og Laxárdalsheiði yfir í Dalasýslu eru færir. Þá segir frá því að á vef Skagafjarðar að vegna veðurs eru snjómokstursmenn eingöngu að berjast við að halda stofnæðum og forgangi opnum – þá væntanlega á Sauðárkróki.
Meira