Skagafjörður

Refir leggjast á fé

Tveir refir lögðust á afvelta lamb í Flatatungu á Kjálka í hríðarveðrinu á þriðjudag. Þegar fjárins var vitjað á túnum um morguninn, höfðu refirnir rifið lambið á hol og voru að gera sér gott af því.
Meira

Rjúpnaveiðitímabilið byrjar 20. október

Á vef Umhverfisstofnunar (www.ust.is) segir að Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra hefur fallist á tillögu Umhverfis-stofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða ársins 2023. Umhverfisstofnun leggur til að veiðar verði heimilar sem hér segir: Frá og með 20. október og til og með 21. nóvember frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.
Meira

Yfir og allt um kring

Menntun er jafnréttismál, lýðheilsumál, umhverfismál, byggðamál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Svo lengi lærir sem lifir segir máltækið. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í síbreytilegu þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa sérstaklega vel að umhverfi og aðbúnaði unga fólksins okkar sem og allra hinna sem í nám sækja. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru.
Meira

Hrútur frá Sveinsstöðum hlutskarpastur

Fjárrækarfélag Sveinsstaðahrepps hélt vel heppnaða hrútasýningu fimmtudaginn 5. október síðast-liðinn í hesthúsinu að Hvammi II, þar sem Haukur og hans fólk tóku vel á móti fólki. Góð stemming og fjölmenni kom til að fylgjast með. Alls voru hrútar frá níu bæjum sem tóku þátt.
Meira

Kvöldopnun í Aðalgötunni

Notaleg kvöldstund verður á Aðalgötunni á Sauðárkróki þann 11. október frá kl 20:00 til 22:00. Þema kvöldsins er röndótt/rendur og væri gaman að sjá skemmtilegar og mismunandi útfærslur af því hjá fyrirtækjum og öllum sem kíkja til okkar. Happdrætti, sem dregið verður úr eftir kl.22 og allir viðskiptavinir geta tekið þátt með því að skrifa nafn og síma á kvittun og sett í púkk. Hægt er að taka þátt eins oft og maður vill í öllum fyrirtækjunum sem verða með opið á kvöldopnuninni, veglegir vinningar.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref veturinn 2023/2024

Á heimasíðu Húnaþings vestra auglýsir sveitarfélagið eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref á sex svæðum. Um er að ræða Vatnsnes, Vesturhóp, Miðfjörður, Víðidalur, Hrútafjörður austan og Hrútafjörður vestan og verður einn aðili ráðinn á hvert svæði.
Meira

Líf og fjör í björgunarsveitarstarfinu

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit lá sannarlega ekki í dvala yfir sumarið. Verkefnin voru mörg, tilgangur þeirra margvíslegur og samstarf við hina ýmsu aðila.
Meira

Fljótt skipast veður í lofti

Réttari fyrirsögn væri kannski fljótt skipast verðurspá í lofti. Því gula viðvörunin sem skrifað var um hér í morgun hefur breyst í appelsínugula.
Meira

Tap í fyrsta leik Mfl. kvenna í 1. deildinni

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik á laugardaginn à þessu tímabili. Þær héldu suður í Breiðholtið þar sem þær kepptu við Aþenu. Fyrsti leikhluti fór 26 - 18 fyrir heimastúlkum. Tindastólsstúlkur áttu ágætis annan leikhluta sem endaði 22-21 fyrir Aþenu. Staðan því í hálfleik 48 - 39. Aþenu stúlkur gáfu svo í í seinni hálfleik og fór þriðji leikhluti 23 - 8 og fjórði leikhluti 29 - 12. Lokatölur voru því 100 - 59 fyrir Aþenu. 
Meira

Gult kort, hver elskar það ekki?

Á sama tíma og blaðamaður gleðst yfir að hafa ekki þurft að skrifa margar svona fréttir sem af er hausti kemur alltaf að því. Gul viðvörum er í kortunum og spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er norðan 15-23 m/s og talsverð rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum, einkum á Ströndum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum. Viðvörunin tekur í gildi 02:00 aðfaranótt þriðjudagsins 10.október til 05:00 að morgni miðvikudags.
Meira