Flaggskipið Skvetta loksins komið á sinn hinsta stað
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.11.2023
kl. 10.00
Laugardaginn 11. nóvember ráku eflaust nokkrir augun í að báturinn Skvetta var á ferðinni í Skagafirði en það var að þessu sinni ekki úti á sjó heldur var verið að ferja hann á sinn hinsta stað, Ytri-Húsabakka. Eigandinn er Þorgrímur Ómar Tavsen, elsti sonur Una Péturssonar og Sylvíu Valgarðsdóttur, en Ómar, eins og hann er kallaður, er fæddur og uppalinn á Hofsósi. Er þessi bátur nýjasta viðbótin við Smábátasafnið á Ytri-Húsabakka og á hann langa sögu með Ómari því hann eignaðist bátinn fyrst árið 2005, gerði upp og réri í nokkur ár eða þangað til að Ómar flutti til Njarðvíkur þar sem hann vann hjá útgerðarfyrirtækinu Grímsnesi ehf. í tæplega áratug.
Meira