Skagafjörður

Flaggskipið Skvetta loksins komið á sinn hinsta stað

Laugardaginn 11. nóvember ráku eflaust nokkrir augun í að báturinn Skvetta var á ferðinni í Skagafirði en það var að þessu sinni ekki úti á sjó heldur var verið að ferja hann á sinn hinsta stað, Ytri-Húsabakka. Eigandinn er Þorgrímur Ómar Tavsen, elsti sonur Una Péturssonar og Sylvíu Valgarðsdóttur, en Ómar, eins og hann er kallaður, er fæddur og uppalinn á Hofsósi. Er þessi bátur nýjasta viðbótin við Smábátasafnið á Ytri-Húsabakka og á hann langa sögu með Ómari því hann eignaðist bátinn fyrst árið 2005, gerði upp og réri í nokkur ár eða þangað til að Ómar flutti til Njarðvíkur þar sem hann vann hjá útgerðarfyrirtækinu Grímsnesi ehf. í tæplega áratug. 
Meira

Brúarlokun heim að Hólum

Frá og með þriðjudeginum 21. nóvember verður brúarlokun á Hólavegi (767).
Meira

Háskólaráðuneytið veitir 150 m.kr. til húsnæðis fyrir Háskólann á Hólum

Í fréttatilkynningu frá Háskólaráuneytinu segir að Háskólinn á Hólum er nú í viðræðum við Háskóla Íslands um aukið samstarf og mögulega sameiningu. Í viðræðunum er sérstaklega litið til þess með hvaða hætti er hægt að efla starfsemi skólans í sínu nærsamfélagi, hvort sem um er að ræða á Hólum eða í sveitarfélaginu Skagafirði. Í samvinnu við Háskólann á Hólum hefur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið unnið að greiningu starfseminnar og þarfa skólans fyrir bætta aðstöðu og gagnsærri rekstur og hafa ráðuneytið og skólinn nú gert með sér viljayfirlýsingu til að treysta starfsemi skólans. Yfirlýsinguna undirrita Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.
Meira

Þytur í laufi sýnt á Hvammstanga

Á Hvammstanga býr Greta Clough sem er orðin mörgum kunn. Hún er leikhúshöfundur, leikari, leikstjóri og leikskáld. Í fullu starfi býr hún til leikhús bæði frá eigin vinnustofu á Hvammstanga og erlendis. Undanfarin tvö ár hefur hún verið mjög upptekin, með nokkur verkefni í gangi íLettlandi, Noregi, Tékklandi og hér á Íslandi. Greta er margverðlaunuð fyrir verk sín sem hún hefur búið til fyrir börn og fjölskyldurþeirra, en næsta verkefni er að setja á svið leikritið Þytur í laufi með hópi leikara í hennar heimabyggð, Húnaþingi vestra, núna fyrir jólin.
Meira

Skagstrendingur sem býr í Grindavík - Rebekka Laufey Ólafsdóttir og Jón Torfi Gunnlaugsson

Nú er komið að því að heyra í skagstrendingi sem býr í Grindavík og er það Rebekka Laufey Ólafsdóttir og unnustinn hennar Jón Torfi Gunnlaugsson sem Feykir hafði samband við. Rebekka og Jón eiga börnin: Tristan Leví Jónsson (12 ára), Jósef Inga Arason (11 ára), Alexander Hólm Jónsson (10 ára), Anton Inga Jónsson (9 ára) og Jökul Breka Jónsson (3 ára). En Rebekka flutti til Grindavíkur með syni sínum Jósef Inga fyrir sex árum þegar hún og Jón byrjuðu að búa saman. Jón Torfi átti fyrir strákana Tristan, Alexander og Anton en þau eignuðust svo saman Jökul Breka. Sumarið 2022 keyptu þau drauma einbýlishúsið sitt sem er staðsett í Staðarhrauni og er á rauða svæðinu í bænum. Er þetta svæðið sem sigdalurinn myndaðist og talið vera hættulegasta svæðið í bænum eins og staðan er núna og mjög mikil óvissa sem ríkir um það.
Meira

Fjórði sigurinn í röð hjá Stólastúlkum

Já það leikur á alls oddi hjá Stólastúlkum þessar vikurnar því í gær, fimmtudaginn 16. nóvemer, náðu þær í fjórða sigurinn í röð þegar Ungmennaflokkur Keflavíkur kom í Síkið. Eftir leikinn sitja þær í 2. sæti með fjóra sigra og tvö töp en KR situr í því fyrsta með fimm sigra og eitt tap. 
Meira

Upplestur í tilefni ljóðabókaútgáfu

Í dag er formlegur útgáfudagur 8. ljóðabókar Gísla Þórs Ólafssonar, „Hafið... 20 cm í landabréfabók“. Í tilefni af útgáfunni verður blásið til upplestrar í Gránu á Sauðárkróki næstkomandi sunnudag, 19. nóvember, kl. 14. Þar kynnir Gísli nýju bókina og les uppúr henni, auk þess sem stiklað verður á stóru um ferilinn og tekið nokkur lög, en auk ljóðabóka hefur Gísli gefið út 5 hljómplötur á árunum 2012-2022.
Meira

Skagfirðingar sem búa í Grindavík - Ágústa Jóna Heiðdal og Þorfinnur Gunnlaugsson

Við höldum áfram að heyra í Skagfirðingum í Grindavík og að þessu sinni er það Ágústa Jóna Heiðdal, dóttir Kristrúnar Sigurðarsdóttur (Dúdda Sig). Ágústa hefur búið ásamt eiginmanni sínum Þorfinni Gunnlaugssyni og syni þeirra, Mikael Màna 13 ára, í Grindavík í um 15 ár. Aðspurð hvernig líðan þeirra sé segir Ágústa að hún sé bara hálfdofin ennþá, eiginlega ekki að trúa því að þau séu í þessari stöðu.
Meira

Friðrik Már ráðinn til RML

Á vef RML segir að Friðrik Már Sigurðsson hafi verið ráðinn til starfa. Friðrik mun starfa sem fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði. Hann verður í hlutastarfi nú í nóvember og desember en verður í 100% starfi frá og með janúar 2024. Aðalstarfsstöð hans verður á Hvammstanga.
Meira

Skagfirðingar sem búa í Grindavík- Pétur Pétursson og Kristrún Ingadóttir

Pétur Pétursson og Kristrún Ingadóttir hafa búið í Grindavík síðan 2013 ásamt börnunum sínum þremur þeim, Birtu Maríu, Snædísi Ósk og Pétri Jóhanni. Skipastígur er gatan sem þau búa við og er hún staðsett í vesturhluta Grindavíkur. Pétur er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Péturs frá Álftagerði og Bettýar Ögmundar og Mæju, en Kristrún er af höfuðborgar- svæðinu. Fjölskyldan bjó á Sauðárkróki áður en þau fluttu suður til Grindavíkur. Feykir hafði samband við Kristrúnu til að taka stöðuna á fjölskyldunni á þessum miklu óvissutímum jarðhræringa á Reykjanesinu.
Meira