Skagafjörður

Blönduósingur sem býr í Grindavík – Helga Ólína Aradóttir og Jón Steinar Sæmundsson

Nú heyrum við Blönduósingnum henni Helgu Ólínu Aradóttur sem er fædd og uppalin á Blönduósi en bjó í 20 ár á Skagaströnd þar sem hún kenndi við Höfðaskóla. Helga og maðurinn hennar, Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá Vísi hf., hafa búið saman í Grindavík síðan Helga flutti til hans fyrir sex árum síðan. Jón Steinar hefur hins vegar búið í Grindavík síðan hann var tveggja ára en þau eiga heimili á Litluvöllum sem er ofarlega vestanmegin í bænum.
Meira

Léttitækni, Króksverk og Víðimelsbræður nýir á lista

Á heimasíðu Creditinfo segir að þetta sé í 13 skipti sem unnið er að greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila.
Meira

Tindastóll og Hvöt/Fram á Goðamóti Þórs í 6. flokki kvenna

Um sl. helgi fór fram Goðamót Þórs hjá 6. flokki kvenna í Boganum á Akureyri og sendu bæði Tindastóll og Hvöt/Fram nokkur lið til leiks. Á föstudeginum var hraðmót og spilaðir voru þrír leikir 2*7 mínútur þar sem úrslit leikja sögðu til um í hvaða styrkleikaflokki (A-F) hvert lið spilaði í á laugardeginum. Þá voru einnig spilaðir þrír leikir en hver leikur var 2x10 mínútur og voru svo úrslitaleikir á sunnudeginum þar sem spilað var um sæti.Tindastóll sendi þrjú lið til leiks, Drangey, Málmey og Lundey og Hvöt/Fram sendi tvö lið, lið 1 og lið 2.
Meira

Frábær árangur um helgina

Um sl. helgi fóru fram í Reykjavík fjölliðamót fyrir krakka fædda 2012 (MB11) og sendi Tindastóll eitt stelpulið sem spilaði í Valsheimilinu og tvö strákalið sem spiluðu í Grafarvoginum í bæði Rimaskóla og Dalhúsi. Stelpurnar voru í A-riðli og þar eru spilaðir fimm leikir. Stelpurnar voru í A-riðli og þar eru spilaðir fimm leikir. Þar náðu þær að vinna þrjá leiki af fimm og enduðu í 2. sæti í riðlinum. Fyrir mótið voru tvö lið skráð til leiks en eitthvað fækkaði í hópnum vegna veikinda þegar kom að mótinu en þá komu stelpurnar úr Val til hjálpar og var spilað með blandað lið frá Tindastól og Val sem b-lið. Stelpurnar hafa bætt sig mjög mikið, bæði sem einstaklingar og sem lið, og eru að uppskera eftir því. Flottar stelpur þarna á ferðinni.
Meira

Heitavatnslaust miðvikudaginn 22. nóvember

Heitavatnslaust út að austan á morgun miðvikudag 22. nóv.
Meira

Gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 21 í kvöld til kl. 14 á morgun

Síðustu daga og vikur hefur verið ágætis veður á Norðurlandi vestra þó sumir dagar hafi verið frekar kaldir. Í kvöld, 20. nóvember, á hins vegar að bæta í vindinn og er gul veðurviðvörun í gildi á svæðinu frá kl. 21:00 til kl. 14:00 á morgun, 21. nóvember. Á vedur.is segir; sunnan hvassviðri eða stormur, 18-23 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 30 m/s, einkum austantil. Aðstæður geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.
Meira

Allar deildir innan Tindastóls í sömu utanyfirgöllunum

Þær ánægjulegu fréttir bárust í dag frá aðalstjórn Tindastóls að samkomulag hefur náðst um að allar deildir innan Tindastóls séu nú í sömu utanyfirgöllunum frá Jako. Er þetta skref í þá átt að allir krakkarnir sem æfa undir Tindastól geti samnýtt gallana sína óháð því hvaða greinar þau æfa. Þetta eru virkilega góðar fréttir því við erum jú öll í Tindastól. 
Meira

Útrýmum riðuveikinni hjá sauðfé á Íslandi

Eftir að genið sem veitir nánast algert ónæmi sauðfjár gagnvart riðu fannst í fé á Þernunesi á síðasta ári opnaðist skyndilega möguleiki til útrýmingar riðu hjá sauðfé hér á landi.
Meira

Njarðvík hafði betur gegn Stólunum í framlengdum leik sl. föstudag

Á föstudaginn var, 17. nóvember, brunuðu Stólastrákar til Njarðvíkur í Ljónagryfjuna þar sem spilaður var hörkuleikur sem endaði í framlengingu þar sem Njarðvík vann leikinn 101-97. Stólastrákar spiluðu án Sigtryggs Arnars, David Geks og Hannes Inga. Pétur var ekki í byrjunarliðinu að þessu sinni en gaman var að sjá að Callum Lawson og Ragnar Ágústsson stigu upp í leiknum og voru með þeim stigahæstu.
Meira

Hans Birgir Friðriksson-Minning

Með okkur Hans Birgi Friðrikssyni eða Bigga Malla tókst góð vinátta enda deildum við sameiginlegum áhugamálum og fórum við saman í ófáar sund- og veiðiferðirnar.
Meira