Skagafjörður

Þeir einstaklingar sem keppa fyrir hönd FNV í Gettu betur í janúar

Á vef Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra segir að eftir úrtökupróf fyrir Gettu betur í lok ágúst var myndaður sex manna æfingahópur sem hefur æft tvisvar í viku síðan í byrjun september. Sú breyting hafi orðið á fyrirkomulagi Gettu betur innan skólans að nemendur æfa nú á skólatíma, nýtast slíkar æfingar mun betur en æfingar á kvöldin og um helgar. Þennan hóp skipa þau Auður Ásta Þorsteinsdóttir, Matthias Sigurðsson, Daníel Smári Sveinsson, Alexander Victor Jóhannesson, Steinunn Daníella Jóhannesdóttir og Atli Steinn Stefánsson.
Meira

Á Norðurlandi vestra eru 5 bú tilnefnd til ræktunarverðlauna í hrossarækt

Nú hefur verið tilkynnt hvaða hrossaræktarbú fagráð í hrossarækt tilnefnir til ræktunarverðlauna bændasamtaka Íslands í ár. Verðlaun verða veitt á fagráðstefnu hrossaræktarinnar laugardaginn 3. desember.
Meira

Leikskólinn Ársalir fær höfðinglega gjöf

Seinnipartinn í gær afhentu Kiwanisklúbbarnir Freyja og Drangey leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki höfðinglega gjöf að andvirði kr. 850.000-.
Meira

Fornverkaskólinn fær viðurkenningu

Fornverkaskólinn í Skagafirði fékk í dag minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar Íslands 2023 fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar. Á Facebooksíðu Fornverkaskólans segir í  rökstuðningi að viðurkenningin sé veitt fyrir miðlun þekkingar á gömlu handverki til áhugafólks og fagfólks á sviði minjavörslu og að stuðla þannig að varðveislu handverkshefða.
Meira

Guðlaugur Skúlason til SSNV

Á vef SSNV segir að Guðlaugur Skúlason hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá SSNV og mun hefja störf í janúar. Guðlaugur er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sveinspróf í húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Undanfarin fjögur ár hefur Guðlaugur starfað sem deildarstjóri Landbúnaðar- og byggingavörudeildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og þar áður sem viðskiptastjóri hjá Símanum og sem þjónustufulltrúi hjá Íbúðalánasjóði.
Meira

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

,,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi” er slagorð íslenskra Soroptimista í 16 daga átakinu að þessu sinni. Átakið sem leitt er af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt hefst 25. nóvember og því lýkur 10. desember. Um allan heim sameinast hin ýmsu samtök í því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi með ýmsum hætti en roðagylltur litur er einkenni átaksins, #roðagyllumheiminn, #orangetheworld en hann á að tákna bjartari framtíð.
Meira

Strætó á hliðina í Hrútafirði

Bílstjóri og einn farþegi voru um borð í strætisvagni sem fór á hliðina í vonskuveðri á vegakaflanum milli Staðarskála og Reykjaskóla í Hrútafirði á áttunda tímanum í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en viðbraðsaðilar hlúðu að þeim og farið var með þá í Staðarskála eins og fram kemur í frétt á visir.is
Meira

Heimaleikir framundan

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki karla í körfubolta, þegar Haukar sækja Tindastól heim og hefst leikurinn klukkan 19:15. Í síðustu leikjum hefur verið mjótt á munum, framlengingar, svekkjandi töp og meiðsli. Upp upp og áfram Tindastóll. Hægt verður að kaupa hamborgara frá klukkan 18:15.
Meira

Stóllinn 2023/2024 er kominn út

Nýr árgangur af Stólnum, kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, er kominn í dreifingu en það er kkd. Tindastóls og Nýprent sem gefa blaðið út. Starfsfólk Nýprents hafði veg og vanda af efnisöflun og skrifum ásamt nokkrum gestaskrifurum en það er svo Davíð Már Sigurðsson sem á meginpart myndanna í Stólnum.
Meira

Vel heppnað menningarkvöld NFNV

Hið árlega menningarkvöld nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, föstudaginn, 17. nóvember sl. Menningarkvöldið heppnaðist mjög vel en um 200 manns sóttu viðburðinn. Bodypaint keppnin var á sínum stað ásamt tónlistaratriðum en einnig var bryddað upp á nýjungum.
Meira