Skagafjörður

Opið fyrir umsóknir á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars á næsta ári og leitar Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.
Meira

Sagnaskemmtun um gömlu íslensku jólafólin á Heimilisiðnaðarsafninu og á Gránu

Það verður boðið upp á fyrirlestur og sögustund á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á föstudaginn 1. desember klukkan 15:00 og í Gránu á Sauðárkróki sunnudaginn 3. desember kl. 14:00.
Meira

Sjötta umferð í Vetrarmótaröðinni hjá Pílufélagi Hvammstanga var í vikunni

Vetrarmótaröðin hjá Pílufélagi Hvammstanga var haldið í sjötta sinn í vikunni og var spilaður svokallaður 301 DIDO leikur. Sigurvegarinn í þetta sinn var Viktor Kári en hann fór á móti Kristjáni um efsta sætið en í þriðja sæti var Patrekur Óli.
Meira

Útskrifast úr húsasmíðanámi um áramótin

Í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er nítján ára drengur, Sigurjón Heiðar Sigurbjörnsson, sem er sonur Sigfríðar Sigurjónsdóttur og Sigurbjörns Hreiðars Magnússonar í Litla Garði í Hegranesinu, en hann sækir nám í húsasmíði. Um áramótin nær hann þeim merka áfanga að útskrifast úr húsasmíðanáminu en það hefur því miður gengið ýmislegt á í hans lífi og því ekki sjálfgefið að það sé að takast hjá honum.
Meira

Jólablað Feykis 2023 er komið út

Í gær var útgáfudagur Jólablaðs Feykis og í gær og næstu daga ættu áskrifendur og allir íbúar á Norðurlandi vestra að fá hressilegt blað inn um bréfalúguna. JólaFeykir er 40 síður að þessu sinni, stútfullt af fjölbreyttu efni og auglýsingum. Það er nú þegar komið á netið þannig að þeir sem ekki geta setið á sér geta stolist í það strax.
Meira

Frábær mæting á fyrsta konukvöldi PKS

Í gærkvöldi var mikil stemning í aðstöðunni hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar við Borgarteig 7 þegar hátt í 40 konur mættu og spiluðu pílu saman á fyrsta konukvöldi PKS. Þarna voru saman komnar konur sem bæði kunnu leikinn og kunnu ekkert og voru því mættar til að læra og prufa sig áfram.
Meira

Flösku- og dósasöfnun á Króknum í kvöld

Körfuknattleiksdeild Tindastóls stendur fyrir dósa- og flöskusöfnun í kvöld, miðvikudaginn 29. nóvember, á Sauðárkróki. Iðkendur í yngri flokkum deildarinnar munu banka upp á milli kl. 17 og 20 í húsum bæjarins og svo sjá meistaraflokkarnir um talninguna. Þeir sem ekki verða heima á þessum tíma geta sett flösku- og/eða dósapokana fyrir utan heimili sín. Tökum vel á móti krökkunum okkar:)
Meira

Upplýsingasíðan, Vegir okkar allra, orðin aðgengileg

Nú á dögunum var sett í loftið ný upplýsingasíða undir yfirskriftinni Vegir okkar allra en þessi vefur var settur upp af stjórnvöldum til að útskýra hvernig þau ætla að fjármagna vegakerfið sem verður svo innleitt í skrefum á næstu árum. Stjórnvöld stefna að því að aðlaga fjármögnunarkerfið að orkuskiptum og minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis með upptöku kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda en fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir nýju frumvarpi á Alþingi um innleiðingu nýs kerfis. Í því er markmiðið að tryggja fjármögnun vegakerfisins til framtíðar og jafnræði í gjaldtöku óháð orkugjafa ökutækja því ljóst er að núverandi kerfi mun renna sitt skeið á enda og tekjur af því munu minnka verulega samhliða orkuskiptum.
Meira

Jólamarkaður á Hvammstanga um helgina

Jólamarkaður verður haldinn í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 2. desember milli kl. 12 og 16. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að hægt verður að festa kaup á einstakan varning sem er tilvalinn í jólapakkann, ljúffengt góðgæti og jólaandinn verður að sjálfsögðu á staðnum. 
Meira

Konukvöld hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í kvöld milli kl. 20-22

Í kvöld, miðvikudaginn 29. nóvember, milli kl. 20-22 ætlar Pílukastfélag Skagafjarðar að halda konukvöld í aðstöðuhúsi félagsins að Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, ein af meðlimum klúbbsins, ætlar að vera til handar fyrir þær konur sem mæta í kvöld og vilja fá smá leiðsögn í pílukasti. Pílukastfélagið hvetur allar konur sem hafa áhuga á að prufa pílu að mæta og hafa gaman saman.
Meira