Skagafjörður

Hópslysaæfing við Blönduós á laugardaginn

Nú laugardaginn 11. maí verður haldin stór hópslysaæfing í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Fram kemur í tilkynningu á FB-síðu LNV að vettvangur æfingarinnar/slyssins verður ofan Blönduóss eða á gatnamótum Ennisbrautar og Neðribyggðarvegar. Af þeim sökum verður Ennisbraut lokuð við Mýrarbraut og Þverárfjallsveg frá kl.11:00 og fram eftir degi.
Meira

Króksbrautin lokuð við Áshildarholt 8. maí

Vegagerðin biðlar til vegfarenda sem eiga leið eftir þjóðvegi 75, Sauðárkróksbraut, að athuga að vegurinn verður lokaður við bæinn Áshildarholt á morgun, miðvikudaginn 8. maí, frá kl. 9:00 og fram eftir degi. 
Meira

Allir í Síkið – styðjum Stólastúlkur alla leið!

Síðasti meistaraflokks-heimaleikur tímabilsins í körfunni verður í kvöld þegar lið Tindastóls og Aþenu mætast í fjórða skipti í einvígi liðanna um sæti í Subway-deild kvenna í haust. Stólastúlkur verða að krækja í sigur í kvöld til að tryggja sér oddaleik í Breiðholtinu nk. laugardag en Aþena leiðir einvígið 2-1. Það er því um að gera fyrir alla stuðningsmenn Tindastóls að fjölmenna í Síkið, búa til geggjaða stemningu og bæta þannig nokkrum hestöflum við þennan kagga sem liðið okkar er.
Meira

Hugvekja í Sauðárkrókskirkju 29. apríl 2024 | Óli Björn Kárason skrifar

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er fastur liður í Sæluviku. Þar er eðlilega mikið sungið og vel vandað til. Þá er jafnan fenginn ræðumaður til að brjóta upp söngskemmtunina og oftar en ekki eru sóttir til verksins brottfluttir Skagfirðingar. Og þá er ekki ólíklegt að rifjaðir séu upp sögur frá eldri tímum. Að þessu sinni var það Óli Björn Kárason, þingmaður og blaðamaður, sem kveikt upp minningabál meðal kirkjugesta.
Meira

Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna 2024 fer fram 8. - 28. maí. Skráning er nú þegar hafin og hægt er að skrá sig á hjoladivinnuna.is
Meira

Mette Mannseth var sigurvegari Meistaradeildar KS 2024

Skemmtilegu tímabili Meistaradeildar KS 2024 er nú lokið en síðasta mót tímabilsins fór fram sl. föstudagskvöld þegar keppt var í tölti og flugskeiði. Í einstaklingskeppni Meistaradeildar KS var það Mette Mannseth sem fór með sigur af hólmi en hún hélt forystu allt tímabilið og endaði með 172 stig. Þá var það lið Hrímnis - Hestkletts sem sigraði í liðakeppni Meistaradeildar KS 2024 með 443.5 stig.
Meira

Neytendasamtökin efna til samtals á Kaffi Krók í hádeginu

Neytendasamtökin efna til samtals um neytendamál við neytendur og sveitarstjórnir vítt og breitt um landið. Samtökin kynna sér helstu mál sem brenna á fólki á landsbyggðinni og segja frá baráttumálum sínum og þann ávinning sem sterkur hagur neytenda færir fólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Í hádeginu í dag heimsækja samtökin Sauðárkrók en fundað verður á Kaffi Krók og hefst fundurinn kl. 12.
Meira

Allt frá sumarkaffi í Árskóla til súpermanna á hestbaki í Sæluvikunni

Sæluvikunni lýkur í dag þó svo enn eigi eftir að frumsýna Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks af ástæðum sem ættu nú að vera flestum kunnar. Einn stærsti viðburður Sælunnar var í gærkvöldi en þá fór Tekið til kostanna fram í Svaðastaðahöllinni þar sem frábær hross og knapar létu ljós sín skína.
Meira

Keppt í tölti og flugskeiði á lokamóti Meistaradeildar KS

Lokamót Meistaradeildar KS í hestaíþróttum var haldið sl. föstudagskvöld í boði Fóðurblöndunnar. Á þessu síðasta keppniskvöld deildarinnar var keppt í tölti og skeiði en kvöldið hófst á forkeppni í Tölti T1. Það voru þeir félagar, villiköttur Hrímnis-Hestkletts, Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli, sem stóðu uppi sem sigurvegarar í tölti með einkunnina 8.83. Agnar Þór Magnússon og Stirnir frá Laugavöllum reyndust fremstir í flokk í flugskeiðinu.
Meira

Skatastaðavirkjun í Skagafirði | Steinar Skarphéðinsson skrifar

Skatastaðavirkjun er hugsuð til þess að virkja Austari Jökulsá í Skagafirði. Uppsett afl virkjunar er 156 MW, orkugeta 1090 GWh/ár. Til þess að svo megi verða þarf að skapa uppistöðulón á hálendinu í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þetta lón kæmi til með að verða um það bil 26,3 km2eða um það bil helmingi minna en Blöndulón. Öll aðrennslisgöng að og frá stöðvarhúsi eru fyrirhuguð neðanjarðar þannig að með góðum frágangi ættu ekki að verða mikil náttúruspjöll.
Meira