Halla Hrund á Norðurlandi vestra í dag
Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir verður á ferð og flugi um Norðurland í vikunni og býður heimamönnum til opinna funda og samtals um embætti forseta Íslands. Tveir fundir verða í Húnavatnssýslum, í Víðigerði og á Blönduósi í dag og þá verður hún á Sauðárkróki í kvöld.
Í tilkynningu frá Höllu Hrund kemur fram að hún stefni að því að fara meira um Norðurland á næstu vikum og heimsækja fleiri staði. Fundirnir í þessari vikur eru þessir:
- Mánudagurinn 29. apríl kl. 12: Opinn fundur á North West, Víðigerði
- Mánudagurinn 29. apríl kl. 17: Opinn fundur á Apótekarastofunni, Hótel Blönduósi
- Mánudagurinn 29. apríl kl. 20: Opinn fundur á Kaffi Króki, Sauðárkróki
Í tilkynningunni segir: „Halla Hrund býður sig fram til embættis forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. Í embætti forseta vill hún halda gildum þátttöku og samvinnu á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit — fyrir framtíðina. Á opnum fundum á Norðurlandi mun Halla Hrund fara nánar yfir það hvers vegna hún býður sig fram og hvaða sýn hún hefur á embætti forseta Íslands í íslensku samfélagi og á alþjóðavettvangi. Þau sem hafa áhuga á að kynnast Höllu Hrund og framboði hennar betur eru hvött til að mæta og hitta hana.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.