Skagafjörður

17 dagar til jóla

17 dagar er nú til jóla, dagarnir líða og helgin handan við hornið. Það er hægt að leiða að því líkum að eitthvert ykkar sé á leiðinni á einhvern jólafögnuð sem í boði verður um helgina. Jólahlaðborð og eða tónleika. Jólalög eiga eftir að óma úr öllum helstu samkomuhúsum á Norðurlandi þessa helgina. Ef það er ekkert slíkt á dagskrá er ekki úr vegi að njóta heimavið, hita sér kakó í frostinu, byrja kannski að setja gjafir í pappír, finna sér gamla jólaklassík til að horfa á eða setja „Nú stendur mikið til“ með Sigurði Guðmundssyni og Menfismafíunni á fóninn. Kalt mat blaðamanns er að sú jólaplata er einhver sú allra besta sem búin hefur verið til. 
Meira

Jóladagatal sveitafélagsins Skagafjarðar

Sveitafélagið Skagafjörður hefur í nú í annað sinn sett upp jóladagatal á heimasíðu sinni. Dagatalið er til gamans gert með hugmyndum fyrir hver dag af samverustund fjölskyldunnar sem hægt er að gera á aðventunni fram að jólum. Hægt er að smella á hvern dag fyrir sig og þá kemur upp hugmynd af samveru sem hægt er að notast við eða útfæra á sinn hátt. 
Meira

Aðventutónleikar í Félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun

Karlakórinn Lóuþrælar ásamt Barnakór Húnaþings vestra og einsöngvurum syngja inn jólin í Félagsheimilinu Hvammstanga fimmtudagskvöldið 7. desember kl. 19:30. Enginn aðgangseyrir. Allir hjartanlega velkomnir. Tónleikarnir eru styrktir af Landsbankanum.
Meira

Húnahornið velur Jólahús Húnabyggðar í 22. skiptið

Á heimasíðu Húnahornsins (huni.is) segir að sú hefð hefur skapast í desember að velja Jólahús ársins á Blönduósi og nú sé svæðið útvíkkað yfir alla Húnabyggð. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahúsnæði. Samkeppnin um Jólahúsið 2023 verður með svipuðu sniði og síðust ár og er þetta í 22. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins.
Meira

Dagskráin klár fyrir Heim að Hólum á aðventu á laugardaginn

Næstkomandi laugardag, 9. desember, verður opinn dagur hjá Háskólanum á Hólum í tilefni af viðburðinum Heim að Hólum á aðventu. Dagskráin verður frá kl. 11:30 til kl. 17:00 og má nefna barnastund, jólatréssölu, rökkurgöngu og ýmislegt annað en einnig verður Ágúst Ingi Ágústsson með “Ágrip af sögu körfuboltans á Króknum” kl. 15 í tilefni þess að Skagafjörður fagnaði Íslandsmeistaratitli í ár og Íslandsmeistarabikarinn verður að sjálfsögðu á staðnum! Aðalbygging Háskólans á Hólum verður opin frá kl. 12-16 og veitingasala verður á Kaffi Hólum á sama tíma.
Meira

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði í gær

Í morgun fékk Feykir góðan póst frá góðum vinum úr veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík en þau funduðu í gær og gleðja vonandi flesta með spá þeirra fyrir jólamánuðinum. 
Meira

18 dagar til jóla

18 dagar til jóla og ég hef voða lítið um hann að segja nema að það er miðvikudagur:) og þá kemur út bæði Sjónhorn og Feyki:) Njótið dagsins öll sömul:)
Meira

Þúfur Ræktunarbú ársins ásamt Fákshólum

Í fyrsta sinn voru tvö hrossaræktarbú verðlaunuð sem Ræktunarbú ársins en það voru hrossaræktunarbúið Þúfur og Fákshólar.
Meira

Ljósin tendruð á jólatrénu á Skagaströnd á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 6. desember, verða ljósin á jólatrénu á Skagaströnd tendruð á Hnappstaðatúni kl. 17. Þar munu nemendur í 1. bekk Höfðaskóla sjá um að tendra jólaljósin og heyrst hefur að nokkrir jólasveinar munu mæsta á svæðið í jólajappalestinni. Boðið verður upp á að grilla sykurpúða yfir opnum eldi. Öll hjartanlega velkomin.
Meira

Þjóðbúningafræðsla fyrir safnafólk

Söfnin þrjú á Norðurlandi vestra, þ.e. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ og Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði, hafa undanfarin ár lagt áherslu á aukið samstarf og fræðslu sín á milli. Söfnin sem öll eru viðurkennd söfn, hafa m.a. staðið fyrir nokkrum námskeiðum fyrir safnafólk sem hafa nýst vel í safnastarfinu og hefur styrkur úr aukaúthlutun Safnasjóðs skipt þar sköpun.
Meira