Skagafjörður

Viktor Kári vann sjöundu umferð í Vetrarmótaröðinni

Sjöunda umferð í Vetrarmótaröðinni hjá Pílufélagi Hvammstanga fór fram fimmtudaginn sl. og var spilaður KRIKKET leikur. Í kvöld, þriðjudaginn 12. des., fer svo fram áttunda umferð og verður gaman að sjá hver nær að vinna þá keppni en spilað verður 501 DIDO.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra frumsýnir Þyt í laufi

Síðustu vikur hefur Leikflokkur Húnaþings vestra verið að æfa leikritið Þytur í laufi- ævintýri við árbakkann. Leikstjóri er Greta Clough og er þetta fjórða barnaleikritið sem hún leikstýrir fyrir leikflokkinn en hún hefur komið að um 20 barnaleikritum í heild. Handritið var þýtt af Ingunni Snædal sem nýverið var valin í dómnefnd bókmenntaverðlauna Dyflinnar á Írlandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ingunn þýðir fyrir leikflokkinn en þýddi hún einnig handritið að Hér um bil Húnaþing sem leikflokkurinn sýndi 2017.
Meira

Vilja Snædísi Karen heim aftur

Á fundi Byggðaráðs Húnabyggðar sem haldinn var 7. desember sl. fer Byggðarráð Húnabyggðar á leit við Náttúrufræðistofnun Íslands um að sveitarfélagið fái til baka uppstoppað bjarnardýr sem fellt var 17. júní 2008 og var um árabil til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar, nú Húnabyggð. Húnabyggð er í mikilli uppbyggingu í ferðamálum og ósk þeirra um að fá bjarnardýrið til baka er mikilvægur þáttur í því að efla og setja styrkar stoðir undir ferðamannaiðnaðinn í sveitarfélaginu.
Meira

Vorvindar syngja á aðventunni

Miðvikudagskvöldið 13. desember klukkan 20:00 er boðið til kyrrðarstundar í Miklabæjarkirkju. Það er Skagfirski sönghópurinn Vorvindar glaðir sem bjóða til kyrrðarstundarinnar og er þetta í fimmta sinn sem þeir bjóða fólki uppá ljúf og róleg jólalög ásamt öðrum á aðventunni.
Meira

12 dagar til jóla

Jesúss minn hvað tíminn er fljótur að líða.... 12 dagar til jóla og stekkjastaur mætti í morgun með skógjafir. Vona bara að allir hafi munað eftir því að setja eitthvað í skóinn. Mér hefur tekist að gleyma þessu og mér hefur einnig tekist að vera degi á undan hehehe alveg merkilegt hvað þetta getur verið erfitt. En munum samt að staldra við og njóta:)
Meira

Fræðslufundir fyrir eldri borgara um svik á netinu

Lögreglan á Norðurlandi vestra stendur fyrir fræðslu víðsvegar í umdæminu þessa vikuna sem ætluð er fyrir eldri borgara og fjalla um svik á netinu. Sýnd verða dæmi af svikum og bent á leiðir til lausna. Það er Blönduósingurinn Ásdís Ýr Arnardóttir, sérfræðingur hjá embættinu, sem stýrir fræðslunni en fyrsti fræðslufundurinn verður í grunnskólanum á Hofsósi í dag og hefst kl. 13:00.
Meira

Stólarnir lögðu Blika í VÍS bikarnum

Tindastólsmenn mættu liði Breiðabliks í Smáranum í dag í VÍS bikarnum. Heimamenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum og það var um miðjan fyrsta leikhluta en síðan leiddu gestirnir allt til loka leiksins. Blikarnir gerðu þó góða atlögu að forystu Stólanna undir lok leiks, minnkuðu muninn í þrjú stig þegar mínúta lifði leiks en Stólarnir áttu lokaorðin og unnu leikinn 81-89 og eru því í pottinum góða í VÍS bikarnum.
Meira

Förum sparlega með heita vatnið

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum er biðlað til viðskiptavina að fara sparlega með heita vatnið nú þegar frostið er í tveggja stafa tölu dag eftir dag svo ekki þurfi að koma til lokana.
Meira

Jólamót Molduxa 2023 haldið í þrítugasta sinn

Jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið annan í jólum, þriðjudaginn 26. desember í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Í körfuboltasamfélaginu í Skagafirði er þetta svo gott sem órjúfanlegur hluti jólahaldsins hjá mýmörgum og tilvalin leið til að fitusprengja og gerilsneiða sig í miðjum hátíðaahöldunum. Mótið er nú haldið í þrítugasta skipti sem segir nú meira en mörg orð um þetta frábæra framtak Molduxanna. Allur ágóði af mótinu rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Stólastúlkur stóðu í Njarðvíkingum

Tindastólsstúlkur spiluðu við lið Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í VÍS bikarnum í gærdag. Þær grænu hafa verið eitt besta körfuboltalið landsins síðustu tímabil og urðu óvænt Íslandsmeistarar vorið 2022. Það var því við ramman reip að draga en Stólastúlkur stóðu í lappirnar og sýndu ágæta takta. Það dugði þó ekki til því heimastúlkur reyndust sterkari á svellinu og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 89-67 og lið Tindastóls úr leik í bikarnum,
Meira