Sumaropnun á Gránu Bistro, Retro Mathúsi og í Jarlsstofu 

Út að borða í Retro Mathúsi á Hofsósi. MYND: ÓAB
Út að borða í Retro Mathúsi á Hofsósi. MYND: ÓAB

Sumarið er komið og nú opna fleiri og fleiri veitingastaðir dyr sínar fyrir svöngum túristum og heimafólki sem er spennt fyrir fjölbreytni í úrvali veitinga- og kaffistaða. Nú um helgina verður opið hjá Retro Mathúsi á Hofsósi, Jarlsstofa restaurant í kjallara Hótel Tindastóls er með kvöldopnun og Grána Bistro verður með opið föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld.

Jarlsstofa var opnuð fyrir gestum og gangandi í byrjun maí og verður opin öll kvöld út september frá kl. 18:00 til 21:30. Þar stendur val á milli 2ja og 3ja rétta matseðla ásamt því að í boði verður grænmetis- og barnamatseðill.

Grána Bistro er alla jafna opin frá kl. 10-16 og svo verður áfram sunnudaga til miðvikudaga. Í sumar verður opið til kl. 22:00 fimmtu-, föstu- og laugardaga og er hægt að panta af kvöldverðarmatseðli frá 18:00 til 21:00. Allur matur á Gránu Bistro er eldaður frá grunni á staðnum með hráefni úr héraði í fyrirrúmi. Í kynningu segir: „Við erum stolt af því að bjóða upp á veitingar búnar til úr besta fáanlega hráefninu á svæðinu og styðja þannig við landbúnað í nærsveitum okkar.“ Á kvöldverðarmatseðli Gránu Bistro er hægt að velja milli fimm aðalrétta auk forrétta og eftirrétta.

Retro Mathús í Baldurshaga á Hofsósi byrjar á því að gera góða hvítasunnuhelgi en síðan hefst sumaropnun 31. maí. Þar verður opið alla daga í sumar frá kl. 12-21, nema mánudaga því þá er opið frá kl. 18-21. Nú um hvítasunnuhelgina verður opið í dag frá 18-21, laugardag frá 14-21, hvítasunnudag frá 18-21 og annan í hvítasunnu 14-21.

Og ekki nóg með það...

Auk þessara veitingastaða er hægt að fara út að borða á Hard Wok Café, Kaffi Krók og Sauðá á Sauðárkróki auk Ábæjar, Bláfells og Sauðárkróksbakarís. Á Hofsósi er auk Retro Mathúss hægt að nálgast pylsur, báta og pizzur í KS, í Varmahlíð er hægt að snæða á Hótel Varmahlíð og á Grill66 hjá Olís, Kaffi Hólar eru á Hólum í Hjaltadal, þá er alltaf opið á Hofsstöðum í Viðvíkursveitinni og í Bakkaflöt í Lýtingsstaðahreppi hinum forna er veitingastaður. Þá má ekki gleyma Dalakaffi í Unadal, Áskaffi í Héðinsmynni í Blönduhlíð, Gróðurhúsinu Starrastöðum ,Ketilási í Fljótum og Áshúsi í Glaumbæ.

- - - - -
Ef eitthvað vantar inn í þessa upptalningu yfir veitingastaði og kaffihús í Skagafirði þá væri gott að fá ábendingu um það á feykir@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir