Kynningarefni vegna kosninga um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar
feykir.is
Skagafjörður
22.05.2024
kl. 08.55
Húnabyggð og Skagabyggð hafa sett á vefsíður sínar kynningarefni vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna, sem fram fara 8. til 22. júní næstkomandi. Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér efnið. Áætlað er að halda íbúafund í Skagabúð mánudaginn 3. júní klukkan 20 og í Félagsheimilinu á Blönduósi þriðjudaginn 4. júní kl. 20. Boðið verður upp á rafrænan aðgang að fundunum.
Meira