Skagafjörður

Kynningarefni vegna kosninga um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar

Húnabyggð og Skagabyggð hafa sett á vefsíður sínar kynningarefni vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna, sem fram fara 8. til 22. júní næstkomandi. Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér efnið. Áætlað er að halda íbúafund í Skagabúð mánudaginn 3. júní klukkan 20 og í Félagsheimilinu á Blönduósi þriðjudaginn 4. júní kl. 20. Boðið verður upp á rafrænan aðgang að fundunum.
Meira

Samið við sjúkraþjálfara eftir fjögurra ára samningsleysi

Það gleður eflaust margan manninn að nýr samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Félags sjúkraþjálfara til fimm ára var undirritaður í dag og staðfestur af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. Á vef stjórnarráðsins er haft eftir Willum: „Þetta eru mikil tímamót eftir rúmlega fjögurra ára samningsleysi sem hefur bitnað á notendum þjónustunnar. Með samningnum falla niður aukagjöld sem lögð hafa verið á þjónustuþega. Samningurinn stuðlar þannig að auknum jöfnuði. Jafnframt er kveðið á um margvíslegt þróunar- og gæðastarf þjónustunnar í þágu notenda.“
Meira

Mikið um að vera á Hólum um hvítasunnuna

WR Hólamót – Íþróttamót UMSS og Skagfirðings var haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 17.-19. maí. Þar sem keppt var í Fimmgangi, Fjórgangi, Tölti og Skeiði.
Meira

Átt þú í sambandserfiðleikum?

Á undanförnum árum höfum við í Framsókn talað mikið um mikilvægi fjarskiptainnviða um allt land. Í nútímasamfélagi skipta fjarskipti miklu máli en sem dæmi um fjarskipti má nefna farsímasamband, ljósleiðarasamband og Tetra samband. Á föstudag var ég málshefjandi á sérstakri umræðu um fjarskipti í dreifbýli á Alþingi, við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem fer með þann málaflokk.
Meira

Fjögur víti dæmd í fjörugum jafnteflisleik í Hveragerði

Tindastólsmenn heimsóttu lið Hamars í Hveragerði í dag í 4. deildinni í fótboltanum. Stólarnir unnu fyrsta leikinn í deildinni á dögunum en lið Hamars hafði spilað tvo leiki og unnið báða. Liðin buðu upp á markaleik í dag en skiptu stigunum jafnt á milli sín eftir að dómarinn gaf báðum liðum tvær vítaspyrnur í leiknum – fjórar alls! – þar sem mögulega hefði ekki átt að dæma eina einustu. Lokatölur 3-3.
Meira

Þórir Guðmundur og Eva Rún valin best í vetur

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldið á Kaffi Krók síðastliðið föstudagskvöld og þar var gert upp sögulegt tímabil þar sem karlaliðið stóð ekki undir væntingum en kvennaliðið daðraði við að komast í efstu deild í fyrsta sinn á öldinni. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Eva Rún Dagsdóttir voru valin bestu leikmennirnir af samherjum sínum.
Meira

Velkomin heim - Helga Einarsdóttir

Helga Einarsdóttir er yngst þriggja systra, dóttir Lillu frá Stóru Seylu, sem kannski ekki allir vita að heitir Margrét Erna Halldórsdóttir, og Einars Sigurjónssonar sem flutti ungur í Skagafjörðinn úr Garðabænum. Betri helmingur Helgu er hrein- ræktað borgarbarn og heitir Daníel Fjeldsted og eru börnin tvö, Kolbrún Ósk 4 ára og Viktor Einar 2 ára. Helga og Danni eins og hún kallar hann fluttu „heim“ í Helgu tilfelli fyrir rétt tæpu ári síðan. Helga er rekstrarverkfræðingur og starfar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Meira

Vantaði upp á orkustigið og stemninguna

„Þetta var ekkert sérstakur leikur af okkar hálfu og við getum betur, sérstaklega með boltann,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna þegar Feykir spurði hann út í bikarleikinn gegn liði Þórs/KA sem fram fór í gær en Akureyringar höfðu betur 1-2. „Vissulega spila aðstæður stóran þátt því það var mikill vindur á annað markið. En jafnvel með vindinum fannst mér pláss til að gera betur. Úrslitin voru svekkjandi og sanngjörn en frammistaðan er það sem við horfum í og þar viljum við gera betur.“
Meira

„Get talað endalaust um kaffi“

Vala tekur á móti blaðamanni Feykis á heimili sínu, Páfastöðum 2 í Skagafirði, þar sem þær Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir hafa búið sér fallegt heimili og eru langt komnar með að útbúa litla kaffibrennslu í skúrnum sem á sumum heimilum er byggður fyrir bíla. Vala hefst strax handa við að útbúa kaffi handa blaðamanni, sem er venjulegur leikmaður þegar kemur að kaffi – kaupir Grænan Braga í búðinni og hellir upp á kaffi í venjulegri kaffivél og hellir því svo á brúsa, drekkur það svo svart og sykurlaust. Það er ekki ferlið sem Vala tekur blaðamanninn með sér í. Hún byrjar á að setja kaffibaunir í kvörn, sem koma frá samnefndu fyrirtæki, Kvörn, sem Vala er hluthafi í. Hún hellir „upp á gamla mátann“ eins og blaðamaður hefur heyrt sagt um aðferðina hennar Völu. Hún malar kaffið í kvörninni og hellir svo soðnu vatni yfir það. Það er kúnst, því bleyta þarf fyrst upp í öllu kaffinu og hægt er að segja til um ferskleika kaffisins eftir loftbólumynduninni þegar vatnið fer yfir kaffið. – Það er vel hægt að fullyrða að fyrir Völu er kaffi ekki bara kaffi.
Meira

Lagfæringar á gervigrasvellinum komnar á fullt

Það horfir til betri vegar á gervigrasvellinum á Króknum en hann varð fyrir skemmdum fyrir um fjórum vikum síðan í all harkalegum vorleysingum. Viðgerðir hófust í gærmorgun en í frétt á síðu Skagafjarðar segir að á meðan á viðgerðum stendur verður hluta vallarins lokað en hægt verður að æfa á þeim hluta sem ekki varð fyrir skemmdum.
Meira