Skagafjörður

Fljúgandi hálka í Langadalnum

Hiti er nú víða um frostmark á Norðurlandi vestra. Í gær snjóaði en það hefur hlánað nokkuð í dag og því þurfa gangandi og akandi vegfarendur að fara að öllu með gát. Á vef Vegagerðarinnar er varað við því að flughált er í Langadal en hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir sem er síðan um kl. 13:00 í dag.
Meira

Davíð Már öruggur sigurvegari í Ljósmyndasamkeppni sjómanna 2023

Árleg Ljósmyndasamkeppni sjómanna, sem sjómannablaðið Víkingur stendur fyrir, fór fram í sumar og barst 101 mynd í keppnina frá ellefu sjómönnum. Það var Króksarinn Davíð Már Sigurðsson, sjómaður og ljósmyndari, sem varð í efstu tveimur sætunum í keppninni en hann er í áhöfn Drangeyjar SK2 sem FISK Seafood gerir út frá Sauðárkróki.
Meira

Adam Smári nýr formaður knattspyrnudeildar Tindastóls

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram fyrr í mánuðinum en á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt stjórnarkjöri. Sunna Björk Atladóttir sem leitt hefur starf knattspyrnudeildar undanfarin ár steig til hliðar en Adam Smári Hermannsson tók við formennskunni af henni.
Meira

Nethrappar láta til sín taka

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að athygli lögreglunnar hafi verið vakin á því að svikahrina sé í gangi á samfélagsmiðlum þar sem óskað er eftir skjáskoti (screenshot) af öryggiskóða. Sé skjáskotið sent á viðkomandi virðist vera sem viðkomandi nái yfirhönd yfir samfélagsmiðlum viðkomandi.
Meira

Lilla ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku

Vísir.is sagði frá því í gær að Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku en hún hefur á síðustu misserum leitt útrás hugbúnaðarfyrirtækisins þar í landi. Nafnið hringir kannski ekki endilega hraustlega bjöllum hjá lesendum Feykis en Jóhanna er alin upp á Króknum en sennilega muna fleiri eftir henni Lillu í fótboltabúning og með boltann undir hendinni.
Meira

Þórir Guðmundur bestur í Subway-deildinni

Fyrri umferð Subway-deildarinnar í körfubolta karla lauk í gærkvöldi með leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar. Það voru gestirnir úr Þorlákshöfn sem höfðu betur og smelltu sér þar með upp að hlið Vals á toppi deildarinnar með 16 stig. Lið Tindastóls er síðan í hópi fimm liða sem eru í 3.-7. sæti með 14 stig.
Meira

Guðbrandur Ægir hlýtur viðurkenningu úr Menningarsjóði KS

Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson fékk í gær afhent framlag úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga fyrir mikið og gott starf um árabil, í þágu menningar og lista í Skagafirði. Í viðurkenningarskyni var honum afhent upphæð 500 þúsund krónur, sem þakklætisvott fyrir störf hans í þágu samfélagsins.
Meira

Hulda Þórey fær afreksbikarinn

Hulda Þórey Halldórsdóttir fékk í dag afhentan afreksbikarinn, til minningar um Stefán Guðmundsson stjórnarmann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur en með þessari úthlutun er einnig veittur 300.000 kr.- styrkur úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

9 dagar til jóla

9 dagar til jóla og í dag er alþjóðlegi ljóti jólapeysudagurinn.... eiga ekki allir eina slíka inni í skáp? Þá er um að gera að fara í hana í dag:) Svo er líka alþjóðlegi settu á þig perlur dagurinn í dag:) svakalega flott með ljótu jólapeysunni... hehe
Meira

Þriggja stiga stuðpartý Stólanna í Hveragerði

Sigurlausir Hamarsmenn fengu meistara Tindastóls í heimsókn í Hveragerði í síðustu umferð fyrri umferðar Subway-deildarinnar í kvöld. Það er allt í einum haug á toppi deildarinnar og að mati Pavels þjálfara var mikilvægt að ná í sigur í Kjörísbæinn svo lið hans þyrfti ekki að stunda eltingarleik eftir áramót. Bæði lið komu nokkuð löskuð til leiks en um leið og Stólarnir náðu undirtökunum var ekki að sökum að spyrja. Lokatölur 81-106.
Meira