Lækkun sorpgjalda í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
24.05.2024
kl. 22.45
Á fundi sveitarstjórnar 15. maí sl., var staðfest fundargerð landbúnaðar- og innviðanefndar frá 3. maí þar sem lagt var til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,8%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024. Sé þessi lækkun skoðuð með hliðsjón af áætlaðri verðlagshækkun milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta verið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila sveitarfélagsins árið 2024, frá því sem áætlanir gerðu ráð fyrir miðað við þá verðbólgu sem er í landinu.
Meira