Skagafjörður

Söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir með útgáfutónleika í Hofi þann 18. janúar

"Ég hitti þig" er fimmta plata söngkonunnar Kristjönu Arngrímsdóttur og sú fyrsta sem eingöngu inniheldur hennar eigin tónsmíðar, en hér hefur hún samið lög við ljóð fimm íslenskra kvenna auk Davíðs Stefánssonar. Tónlistin er í senn bæði seiðandi og dramatísk og svolítið í ætt við portúgalska Fado tónlist, en öll lögin bera engu að síður sterkt og þjóðlegt yfirbragð sem hefur verið einkenni Kristjönu allt frá því hún hóf sinn sólóferil.
Meira

Arnar Björnsson kjörinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2023

Í gærkvöldi fór fram mikil og góð hátíðarsamkoma í Ljósheimum þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni Skagafjarðar 2023 sem og þjálfara og lið ársins. Það þarf sjálfsagt ekki að koma nokkrum á óvart að meistaralið Tindastóls náði fullu húsi í valinu; Arnar Björnsson var kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar, Pavel Ermolinski þjálfari ársins og Íslandsmeistarar Tindastóls í körfuknattleik lið ársins.
Meira

Þrjú hús enduðu í efsta sætinu um jólalegasta húsið í Húnabyggð

Á huni.is segir að nú sé komið í ljós hvaða hús í Húnabyggð hafi verið tilnefnd sem Jólahús ársins 2023. Er þetta í 22. skiptið sem þessi kosning fer fram en í þetta skiptið enduðu þrjú hús í efsta sætinu með jafnmargar tilnefningar.
Meira

Þorsteinn kjörinn reiðkennari ársins

Þorsteinn Björnsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum, var fyrir jól kjörinn reiðkennari ársins. Það er menntanefnd Landsambands hestamanna sem auglýsti eftir tilnefningum til reiðkennara ársins og svo fór kosning fram í netkosningu. Valið að þessu sinni stóð milli Heklu Katharínu Kristinsdóttur, Finnboga Bjarnasonar og Þorsteins.
Meira

Laufás jólalegasta húsið í Sveitarfélaginu Skagaströnd þetta árið

Föstudaginn 15. desember byrjaði kosning um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna í Sveitarfélaginu Skagaströnd og stóð hún til 26. desember en þetta var í annað sinn sem þessi kosning fór fram. Í ár var hins vegar sú breyting á að íbúum gafst kostur á að senda inn tilnefningar en í fyrra var dómnefnd sem stóð fyrir valinu.
Meira

Karl Lúðvíksson hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa 2023

Við setningu Jólamóts Molduxa, sem haldið var annan dag jóla, var upplýst hver hlýtur hin eftirsóttu Samfélagsviðurkenningu Molduxa en þau hafa verið veitt frá árinu 2015. Að þessu sinni féll hún Karli Lúðvíkssyni í skaut en hann hefur verið ötull í hvers kyns starfi fyrir sitt samfélag á sviði almenningsíþrótta og sjálfboðaliðsstarfa, ekki síst í þágu fatlaðra.
Meira

Nýr framkvæmdastjóri á LANDMARK

Andri Sigurðsson, fasteignasali og einn eig­enda LANDMARK fasteignamiðlunar ehf., hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins. Tek­ur hann við af Þóreyju Ólafsdóttur, fasteignasala sem hef­ur gegnt starf­inu undanfarin ár. Þórey gengur einnig úr eigendahópnum og hyggst nú ein­beita sér al­farið að sölu fasteigna hjá LANDMARK. Aðrir eigendur LANDMARK eru [Króksarinn] Júlíus Jóhannsson, Monika Hjálmtýsdóttir (starfandi formaður Félags fasteignasala), Sveinn Eyland og Sigurður Rúnar Samúelsson, öll fasteignasalar.
Meira

Missouri Smokeshow sigraði í Jólamóti Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, annan dag jóla, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Samkvæmt venju var mótið vel sótt, bæði af hálfu keppenda og ekki síður áhorfenda en alls tóku 18 lið þátt. Það var Missouri Smokeshow, lið Pálma Þórssonar, sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir úrslitaleik gegn Smára í Varmahlíð.
Meira

Vetrarfærð á Norðurlandi vestra

Það er þungt yfir á Norðurlandi vestra og víða snjókoma. Langflestir vegir eru færir á svæðinu en sem stendur er snjóþekja eða hálka á vegum í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Lögreglan á Norðurlandi vestra beinir því til vegfarenda að fara varlega. „Munum að hreinsa allan snjó af bílum og fylgjumst vel með gangandi vegfarendum. Víða eru gangstéttar á kafi í snjó svo hætta er á að fólk freistist til að ganga á akbrautum,“ segir í skilaboðum lögreglunnar.
Meira

Gamlar perlur dregnar fram

Karlakórinn Heimir stendur á tímamótum, en afgerandi kaflaskil urðu í sögu kórsins nú í haust við sviplegt andlát Stefáns Reynis Gíslasonar, stjórnanda kórsins til áratuga. Það varð Heimismönnum hins vegar strax ljóst að ekki þýddi að leggja árar í bát, þó höggið hafi verið þungt, og tekin var sú ákvörðun að ljúka afmælistónleikaröð Óskars Péturssonar, sem var hálfnuð þegar þarna var komið sögu.Ákvörðunin um að ljúka þeirri tónleikaröð var ekki auðveld, að sögn Atla Gunnar Arnórssonar formanns kórsins, „en það tókst að ljúka því verkefni með sóma, þar sem byggt var á því veganesti sem Stefán hafði látið okkur í té og hann var nú einu sinni þannig gerður að uppgjöf var ekki til í hans orðabók“ segir Atli.
Meira