Skagafjörður

Af jólaböllum í Fljótum

Það er tími jólaballanna þessa dagana en það má fullyrða að heldur hafi þeim nú fækkað frá því sem áður var. Í skemmtilegri færslu á Facebook-síðunni Sveitin okkar – Fljótin segir Halldór Gunnar Hálfdansson á Molastöðum frá því að í fyrsta sinn sem hann hitti tengdaforeldra sína þá hafi það verið á jólaballi í Ketilási. „... og þá á ég ekki við fjölskyldujólaball, heldur eitthvað sem minnti á þorrablót með fullmannaðri hljómsveit, hinnum rómuðu Gautum frá Siglufirði.“
Meira

Pavel þjálfari ársins í Skagafirði

Pavel Ermolinski var á dögunum valinn þjálfari ársins í Skagafirði við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Eins og alþjóð sennilega veit þjálfar hann sitjandi Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og við getum sagt að þeir séu um það bil hálfnaðir í því verkefni að sitja áfram á þeim titli. Engin pressa. Blaðamaður hafði samband við Pavel sem segir þetta frábæra viðurkenninu fyrir sig og allt þjálfarateymið og bætir við að það sé ekki flókið að þjálfa þennan mannskap með þetta bakland sem er í kringum liðið.
Meira

Vill skella öllum tegundum af almennum leiðindum á brennuna

Þá er komið að Gísla Gunnarssyni vígslubiskupi á Hólum í Hjaltadal að gera upp árið í Feyki. Gísli var vígður í embættið í ágúst 2022 en áður þjónaði hann sem prestur í Glaumbæjarsókn. Hann hefur leyst af í Skagafjarðarprestakalli nú yfir aðventuna enda aðeins tveir prestar starfandi sem stendur í sókninni.
Meira

Það kennir margra grasa í Græna salnum í kvöld

Sumum finnst ekki vera jól á Sauðárkróki nema Jólamót Molduxa fari fram. Það má kannski segja að önnur hefð sé að skapast en það er tónleikahald í gömlu góðu Bifröst, milli jóla og nýárs, sem kallast Græni salurinn en þá stígur á stokk hópur sprækra tónlistarmanna úr héraði, bæði landsþekktir og minna þekktir, og skemmta sér og gestum með alls konar konfekti. Feykir tók aðeins stöðuna hjá Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni tónleikahaldara.
Meira

Að hafa borð fyrir báru : Friðbjörn Ásbjörnsson

Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri Fisk Seafood skrifaði pistil sem birtist á heimasíðu félagsins.
Meira

Ekki gleyma að kjósa!

Kosning um Mann ársins á Norðurlandi vestra fer nú fram á Feyki.is og hefur þátttaka verið með ágætum. Við minnum á að kosningu lýkur kl. 12 á hádegi á nýársdag. Það er því enn möguleiki að varpa atkvæði á það mæta fólk sem kosið er um þetta árið.
Meira

Helgi Svanur Einarsson ráðinn sem verslunarstjóri Eyrarinnar á Króknum

Í lok nóvember auglýsti Kaupfélag Skagfirðinga eftir verslunarstjóra fyrir Byggingavöruverslunina Eyrin og hefur Helgi Svanur Einarsson verið ráðinn í starfið og mun hefja störf 2. janúar.  
Meira

Prjónapartý hjá stúdíó Handbendi á Hvammstanga á morgun, 29. desember

Stúdíó Handbendi verður með prjónapartý í húsnæði sínu að Eyrarlandi 1 á Hvammstanga á morgun, 29. desember, frá kl. 21:00 - 23.59. Aðgangur er ókeypis en alls konar góðgæti er til sölu á staðnum. Það sem gerir þeim kleift að bjóða upp á ókeypis viðburði allt árið um kring hjá Handbendi er veitingasalan og er því um að gera að mæta og njóta samverunnar með annað hvort nýtt eða núverandi prjónaverkefni. 
Meira

Áramótakveðja sveitarstjóra Húnabyggðar : Pétur Arason skrifar

Það er stundum sagt að mikið sé að gera á stórum heimilum og það má svo sem til sanns vegar færa með sveitarfélagið að þetta ár hefur verið ansi annasamt. Hvort að þetta sé stórt heimili er síðan spurning um hvað miðað er við. En þó við séum ekki mörg erum við víðfemt sveitarfélag og það er í mörg horn að líta svo mikið er víst.
Meira

14,5% hækkun Landsnets veldur 3-5% hækkun hjá viðskiptavinum RARIK nú um áramótin

Meira