„Það mæta margar stjörnur til leiks og allir bestu knaparnir“ | Þórarinn Eymundsson í viðtali
feykir.is
Skagafjörður, Hestar, Mannlíf, Lokað efni
05.07.2024
kl. 12.43
Þórarinn og Vísa frá Hestkletti. Hrossarækt fjölskyldunnar á Nautabúi er kennd við Hestklett. MYNDIR AÐSENDAR
Nú er hafið 25. Landsmót hestamanna en það fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Mótið, sem hófst nú mánudaginn 1. júlí og lýkur sunnudaginn 7. júlí, er haldið í sameiningu af tveim stærstu hestamannafélögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti. Setning Landsmótsins verður á fimmtudagskvöldið og í framhaldi af því fara leikar að æsast en reikna má með um 7.500 gestum á mótið. Af þessu tilefni þótti Feyki rétt að narra einn þekktasta hestamann þjóðarinnar, Þórarinn Eymundsson, heimsmeistara, tamningamann og reiðkennara á Hólum, í örlítið spjall en segja má að hann sé uppalinn á Landsmótssvæðinu á Vindheimamelum í Skagafirði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.