Girðing sprettur upp umhverfis kirkjugarðinn á Króknum

Myndin sýnir þann part sem búið er að girða. MYND: ÓAB
Myndin sýnir þann part sem búið er að girða. MYND: ÓAB

Þeir sem hafa átt erindi upp á Nafirnar ofan Sauðárkróks hafa væntanlega tekið eftir því að þar eru í gangi framkvæmdir við girðinguna umhverfis kirkjugarðinn. Steypta girðingin austan megin garðsins hefur verið felld og fjarlægð og sama gildir um trégirðinguna. Nú er búið að steypa undirstöður fyrir nýja girðingu og framkvæmdir hafnar við að koma þeirri nýju fyrir.

Ekki er annað að sjá en að nýja girðingin verði til sóma.

Auk girðingarinnar að austan voru sáluhliðin tvö fjarlægð og voru víst nánast að hruni komin. Þau verða endurgerð og hafa verið smíðuð mót fyrir þau og framkvæmdir hafnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir