Hans Birgir Friðriksson-Minning

Með okkur Hans Birgi Friðrikssyni eða Bigga Malla tókst góð vinátta enda deildum við sameiginlegum áhugamálum og fórum við saman í ófáar sund- og veiðiferðirnar.
 
Biggi Malla var margbrotin persóna en fyrstu kynni gáfu ekki beint til kynna að varfærni en grjótharði veiðimaðurinn, dundaði sér löngum stundum við listmálun, þegar ekki viðraði til veiða. Biggi var mikið hreystimenni, sem gekk í gegnum það að vera þjakaður um árabil af mikilli sjóndepru, sem hann læknaðist reyndar af. Hann var frábær sundmaður, sem smaug reyndar ekki beint létt í gegnum vatnið, heldur skóflaðist hann í gegnum laugina á geysilegum hraða og með enn meiri kröftum. Það var gaman að fara á Íslandsmót garpa í sundi með kappanum í skemmtilegum hópi sundmanna Tindastóls enda ýmislegt brallað. Sundstíll Bigga vakti athygli á mótum enda var hann jafnan fyrstur í mark, þrátt fyrir að tæknin bryti í bága við lærða sundtækni. Þó svo gaman væri á mótum þá lá Bigga mjög á að komast norður á Krókinn sem allra fyrst og var honum ekki rótt fyrr en hann var kominn heim í Skagafjörðinn.
 
Á Króknum skilur Biggi eftir sig listaverk, hlaðna stíga og veggi, vítt og breitt um bæinn, en fyrst og fremst tóm í hjörtum okkar sem kynntust Bigga og án efa mikilli sorg hjá börnum vina og skyldmanna sem hann var afar kær.
 
Sigurjón þórðarson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir