Matgæðingar

Risarækjupasta og eplakaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 37, 2024, voru Kristveig Anna Jónsdóttir og Atli Jens Albertsson. Kristveig er fædd og uppalin á Sauðárkróki og starfar sem rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Atli Jens er fæddur og uppalinn á Akureyri og er Þórsari í húð á hár. Atli starfar sem málari hjá Betri Fagmenn ehf. og eru þau búsett á Akureyri ásamt börnum tveim þeim Hilmi Breka og Ýr.
Meira

Er hægt að fara á þorrablót án sultu?

Þegar þetta er skrifað þá er bóndadagurinn, 24. janúar, og þorrablótin að fara á fullt skrið í öllum sínum sjarma og skemmtilegheitum en þegar þetta er birt þá er aðeins vika eftir að þorranum og niðurstöður sýnatöku á hópsmiti sem varð í lok janúar byrjun febrúar orðnar opinberar og fyndið en ekki fyndið að hér eru uppskriftir af bæði sviða- og grísasultu ásamt rófustöppu.
Meira

Ferskur forréttur og lambakótilettur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 36, 2024, voru María Björk Ingvadóttir og Ómar Bragi Stefánsson en þau búa í Gilstúninu á Króknum. María starfar í dag sem framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands og Ómar Bragi er framkvæmdastjóri móta og viðburða hjá UMFÍ.
Meira

Íslensk kjötsúpa og Baileys ís | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 35, 2024, voru Lilja Dóra Bjarnadóttir og Friðrik Andri Atlason. Lilja Dóra er fædd og uppalin á Mannskaðahóli í Skagafirði og Friðrik Andri er fæddur og uppalinn á Syðri Hofdölum í Skagafirði. Þau byggðu sér hús á Hofdalalandinu sem heitir Fagraholt. Þau eru bæði búfræðimenntuð og saman eiga þau tvo stráka, Veigar Már, fæddur 2021, og Ívar Darri, fæddur 2023.
Meira

Saltfiskur og pönnukökueftirréttur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingarnir að þessu sinni fengu áskorun frá Ragnheiði og Halldóri sem voru í tbl. 32, 2024. En það eru þau Erla Kjartansdóttir fv. skólabókasafnskennari og Óskar G. Björnsson skólastjóri í Árskóla á Sauðárkróki sem búa í Háuhlíðinni á Króknum sem tóku við þættinum og birtist hann í tbl. 34 í fyrra.  
Meira

Lambakórónur og sítrónumús | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 32, 2024, voru þau Ragnheiður Matthíasdóttir og Halldór Halldórsson en það voru þau Lóa og Muggur sem skoruðu á þau hjón. Ragnheiður starfar sem deildarstjóri á yngsta stigi í Árskóla og Halldór er héraðsdómari á Sauðárkróki.
Meira

Taco skálar og Dísudraumur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 31, 2024, voru Stella Dröfn Bjarnadóttir, fædd og uppalin á Mannskaðahóli í Skagafirði, og Jóhannes Geir Gunnarsson, fæddur og uppalinn á Efri Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu. Stella og Jóhannes búa á Efri-Fitjum ásamt börnum þeirra tveim.
Meira

Piccata kjúklingur og Creme brulée | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 30, 2024, voru Muggur og Lóa (Guðmundur Árnason og Ólöf Hartmannsdóttir) en þau búa á Sólvöllum, Skagfirðingabraut 15, á Sauðárkróki. Mugg þekkja flestir á Króknum en hann hefur verið vallarstjóri á golfvellinum í rúm 20 ár en Lóa starfar sem grunnskólakennari í Árskóla.
Meira

Kjúklingaréttur og ástríðufull marengsterta | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 29, 2024, var Margrét Árnadóttir, Hofsósingur með siglfirskt og Strandablóð í æðunum. Margrét er búfræðingur og líður best í sveit með kindum og kúm. Hún hefur unnið í KS Hofsósi undanfarin ár ásamt því að vinna í fjósi frá því síðasta haust þar sem hún uppgötvaði að henni líkar mun betur við kýr en hana grunaði. Sl. haust skildu þó leiðir þar sem hún dreif sig í stórborgina og fór að vinna í leikskóla.
Meira

Lærapottur og rabarbarapæ | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 26, 2024, voru þau Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir. Ægir þekkja flestir Skagfirðingar, hann er myndlistarkennari í Árskóla og fjöllistamaður og Guðrún vinnur hjá Landsvirkjun. Ægir er Króksari sem á ættir að rekja í Hafnarfjörðinn og Eskifjörð og Guðrún segist vera Norðlendingur en býr í dag á Akureyri.
Meira