Umhverfisverðlaun Húnabyggðar afhent í fyrsta sinn
Á Húnavöku afhenti umhverfisnefnd Húnabyggðar umhverfisverðlaun nýja sveitarfélagsins í fyrsta sinn en verðlaunineru veitt einstaklingum fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.
Steinunn Hulda Magnúsdóttir og Jónas Rúnar Guðmundsson, íbúar á Mýrarbraut 25 á Blönduósi, fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi í þéttbýli og Jónatan Líndal, bóndi á Holtastöðum, fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi í dreifbýli. Þá hlaut Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sérstaka viðurkenningu fyrir fallegt umhverfi.
Það var varaformaður umhverfisnefndar, Berglind Hlín Baldursdóttir, sem afhenti umhverfisverðlaunin fyrir hönd nefndarinnar á fjölskyldudagskránni á Húnavöku sl. laugardag.
Heimild: Blönduós.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.