Rarik endurnýjar mæla í Húnabyggð

Á heimasíðu Húnabyggðar segir að í næstu viku munu starfsmenn frá Rarik hefja endurnýjun snjallmæla fyrir hita og rafmagn á Blönduósi. Haft verður samband við viðskiptavini fljótlega og upplýsingar sendar um mælaskiptin bæði með SMS skilaboðum og nánari upplýsingum í tölvupósti. Þá munu Rarik starfsmenn vera í sambandi til að finna tíma sem hentar. 

Nánar um mælaskiptin:

Af hverju er verið að skipta út mælum?

  • Við erum að skipta í nýja og snjallari orkusölumæla sem gefa enn betri gögn um raunnotkun viðskiptavina.

Hvernig fara mælaskiptin fram ?

  • Sérbýli: Viðskiptavinir fá upplýsingar sendar bæði með SMS skilaboðum og í tölvupósti. Starfsfólk Rarik sem vinna í mælaskiptum verða í sambandi til að finna tíma sem hentar.
  • Fjölbýli: Í fjölbýlishúsum eru mælar yfirleitt í sameign og þá er nóg að einhver sé heima til að hleypa okkur inn. Við sendum tengilið húsfélagsins skilaboð og látum vita að við séum á leiðinni.

    Mikilvægt er að viðskiptavinir tryggi að tengiliðaupplýsingar séu réttar á Mínum síðum Rarik. https://www.rarik.is/

Heimsóknin

  • Þegar kemur að mælaskiptunum mun fólk á okkar vegum heimsækja þig og skipta um orkusölumælana.
  • Sjálf mælaskiptin taka um 30 mínútur, en taka þarf rafmagn og heitt vatn af á meðan.
  • Við biðjum þig að tryggja gott aðgengi að mælum svo skiptin gangi vel fyrir sig.

Nánari upplýsingar um snjallmæla má finna á vef Rarik, https://www.rarik.is/spurt-og-svarad/snjallmaelar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir