Vel heppnaður starfsdagur skagfirsku skólanna
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
08.11.2019
kl. 08.56
Svokallaður UT starfsdagur var haldinn í í Árskóla á Sauðárkróki í gær en um er að ræða endurmenntunardag fyrir alla starfsmenn grunnskólanna í Skagafirði. Starfsdagurinn var undanfari UTÍS ráðstefnunnar sem Ingvi Hrannar Ómarsson hefur staðið fyrir síðastliðin fimm ár á Sauðárkróki en hana sækja um og yfir 150 kennarar víðs vegar að af landinu. UTÍS ráðstefnan hófst kl. 9 í morgun og stendur fram á laugardagskvöld.
Meira