Sveitasæla 2019 - Myndasyrpa
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
18.08.2019
kl. 17.58
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, setti Sveitasælu 2019 formlega. Hann rakti sögu Dísu í dalakofanum sem sungið hefur verið um, fyrst þegar hún bjó í dalnum forðum daga til þeirrar Dísu sem þeysist um heiminn í dag. Þannig breytist tíminn og landbúnaðurinn með. Myndir: PF.
Í gær var haldin heljarmikil landbúnaðarsýning í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, Sveitasæla 2019. Þar var margt til skemmtunar og fróðleiks og létu gestir sig ekki vanta. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, setti dagskrána formlega og Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpaði gesti. Útsendari Feykis mætti með myndavélina og reyndi að fanga stemninguna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.