Aukasýning á Skógarlífi

Myndir tók Auður Þórhallsdóttir.
Myndir tók Auður Þórhallsdóttir.

Leikflokkur Húnaþings vestra heimsfrumflutti sl. laugardag Skógarlíf, leikgerð og leikstjórn Gretu Clough byggða á The Jungle Book eftir Rudyard Kipling við mikinn fögnuð. Vegna góðra viðtaka hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu næsta föstudag, 20. desember.

„Það er alveg með ólíkindum hversu eitt samfélag getur verið megnugt. Algjörlega frábær sýning og flott sviðsmynd/lýsing.“

„Alveg frábær sýning og ég hvet þá sem ekki hafa pantað sér miða á sýninguna að drífa sig í því. Leikarar, svið, ljós, búningar, leikstjórn, já og allt hitt algjörlega frábært. „

„Virkilega flott sýning.“

Þetta eru ummæli sem Skógarlíf í uppsetningu Leikflokks Húnaþings vestra hefur fengið af sínum tveimur sýningum sem haldnar hafa verið fyrir nánast fullu húsi í bæði skiptin.

Á sýningunni fá, á meðal fullorðna, börn og ungmenni á aldrinum 5 – 18 ára að láta ljós sitt skína á sviðinu. Í heild skapar hópurinn fallega og raunsæja sýningu með flottum brúðum, tónlist, leikmynd og lýsingu. 

Leikstjórinn Greta Clough, sem m.a. hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna innan sviðlistar, kemur ekki aðeins inn í verkið sem leikstjóri heldur einnig sem höfundur leikgerðar, brúðuhönnuður, leikmyndahönnuður og umsjón með búningum. 

Ákveðið hefur verið að bæta við aukasýningu næsta föstudag, 20. desember kl. 19:00.  Miðasala er á heimasíðu leikflokksins: www.leikflokkurinn.is/midi/ eða í síma 655-9052

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir