Sumarauki í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
12.09.2016
kl. 00.00
Veðurblíðan í sumar hefur verið slík að menn eru farnir að fyrirgefa veðurguðunum leiðinleg sumur langt aftur í tímann. Það verður allt bara svo miklu fallegra, skemmtilegra og á allan hátt betra þegar veðrið er gott. Ekki spillir fyrir þegar í kjölfarið fylgir sumarauki eins og var í síðustu viku en fékk reyndar skjótan endi um helgina þegar fjölmargir héldu í göngur í roki og rigningu. Eftir volkið þar er gott að ylja sér við minningar um blíðuna í sumar.
Laugardaginn 3. september var frábært veður í Skagafirði, sólríkur septemberdagur og fjörðurinn skartaði sínu fegursta. Blaðamaður Feykis tók meðfylgjandi myndir á ferð sinni um Höfðaströnd, í Glaumbæ og á Skaga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.