Stór aurskriða lokaði Reykjastrandavegi
Aðfaranótt sunnudags féll aurskriða á veginn milli Fagraness og Hólakots á Reykjaströnd eftir mikinn rigningardag. Flóðið var það mikið að bílar komust ekki um. Rúnar Pétursson yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir það hafa tekið allan sunnudaginn að gera veginn færan og tókst það um kvöldmatarleytið.
Nokkrir ferðamenn lentu í vandræðum er þeir urðu innlyksa norðan megin skriðunnar en Rúnar segir að hægt hafi verið að bjarga þeim eitthvað fyrr svo þeir kæmust í flug. Þá hitti þetta illa á þar sem fjárflutningar stóðu yfir þar sem um réttarhelgi var að ræða. Pétur segir að tjónið hlaupi á tveimur til þremur milljónum fyrir Vegagerðina og svo standa bændur uppi með eitthvert tjón vegna girðinga sem skemmdust. Flóðið kemur úr Fagranesskriðum sem eru þekktar fyrir aurflóð sem gjarna fara af stað eftir miklar rigningar. Nánar í Feyki í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.