Standast fullkomlega samanburð við leitarhunda í nágrannalöndunum
Gæðaúttekt var haldin á lögregluhundum dagana 1.-3. júní s.l. Var úttektin haldin af lögreglunni á Norðurlandi vestra í samstarfi við þá lögreglustjóra sem hafa hunda. Yfirdómari kom frá Noregi og naut aðstoðar íslensks sérfræðings í þjálfun fíkniefnaleitarhunda. Sex teymi víðsvegar af landinumættu í úttektina . Teymin komu bæði frá lögreglunni og Fangelsismálastofnun.
Umsögn prófdómara var á þá leið að þeir lýstu því yfir að gæði teymanna væru til fyrirmyndar og stæðust þau fullkomlega samanburð við gæði leitarhunda í nágrannalöndunum, að sögn Steinars Gunnarssonar. Lögreglumanns á Sauðárkróki. Teymin voru prófuð í ýmiskonar leitum þar sem reyndi á hæfni þeirra til að leysa úr margskonar áskorunum. Sérþjálfaðir leitarhundar eru gríðarlega öflug verkfæri í baráttunni við fíkniefnavandann og auka skilvirkni og gæði leita til mikilla muna. „Þá er mikill kostur að hafa til taks hunda sem hafa fengið þjálfun í að leita af fíkniefnum á fólki en slíkir hundar gera það að verkum að neikvæðum afskipum, þar sem saklaust fólk, er stoppað af lögreglu, fækkar til mikilla muna þar sem hundarnir sýna fólki ekki áhuga nema að það hafi, eða hafi nýlega haft, fíkniefni á sér,“ sagði Steinar í samtali við Feyki. /KSE
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.