Sigfús Þorgeir Fossdal er Norðurlands Jakinn 2016
Norðurlands Jakinn sem er ný aflraunakeppni í anda Vestfjarðarvíkingsins fór fram á Norðurlandi dagana 25. til 27. ágúst sl. Keppni hófst um hádegið sl. fimmtudag með Öxullyftum við Selasetrið á Hvammstanga en seinna um daginn tóku kapparnir réttstöðulyftu við Blönduskóla. Daginn eftir var haldið á Dalvík þar sem kútum var kastað yfir vegg fyrir ofan menningarhúsið Berg og endað á Húsavík með Uxagöngu við Hafnarsvæði.
Á laugardeginum var svo haldið aftur yfir Tröllaskagann og Atlas steinum vippað yfir slá á Nöfunum á Sauðárkróki en keppninni lauk svo með keflisglímu á útisviði Hólanesi á Skagaströnd.
Það var Sigfús Þorgeir Fossdal frá Akureyri sem bar sigur úr býtum, annar varð Fannar Smári Vilhjálmsson og þriðji Óskar Pétur Hafstein.
Feykir leit á kraftakarlana við Atlassteinana og smellti af nokkrum myndum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.