Sannkölluð haustlitaferð í Borgarfjörð

Á Búvélasafninu á Hvanneyri. Mynd: Anna Scheving.
Á Búvélasafninu á Hvanneyri. Mynd: Anna Scheving.

Haustlitaferð fyrir eldri borgara á vegum kirknanna í Húnaþingi vestra var farin sl. þriðjudag. Farið var suður um heiði og í byggðir Borgarfjarðar og var m.a. Búvélasafnið á Hvanneyri heimsótt, farin skoðunarferð um Þverárhlíð og notið góðrar stundar í Stafholtskirkju.

Kirkjan, sem nú stendur í Stafholti, var byggð 1875-1877 og á Nat.is segir að hún sé gerð úr timbri, allstór og sérstök vegna grindverksins í kórnum og hringhvelfingarinnar yfir honum. Eftir kirkjuheimsóknina var boðið upp á kaffi og veitingar inni í bæ. Að sögn Guðna Þórs Ólafssonar sóknarprests á Melstað og annars fararstjóranna tóku 48 manns þátt í ferðinni sem þótti takast afar vel. „Þetta var sannkölluð haustlitaferð þar sem litirnir voru mjög fallegir í Borgarfirði,“ sagði Guðni Þór. Anna Scheving á Hvammstanga var með í ferðinni, vopnuð myndavél og sendi Feyki ljómandi fínar myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir