Prjónagleði hefst í dag
Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar standa fyrir hátíðinni Prjónagleði sem hefst á Blönduósi í dag. Þegar blaðamaður Feykis átti leið um Blönduós í gær var búið að skreyta ljósastaura með prjónagraffi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Prjónagleði hefur það markmið að sameina reynda kennara og áhugasamt prjónafólk frá Íslandi sem og erlendis frá til að deila og miðla reynslu, læra eitthvað nýtt og hafa gaman. Þátttakendur geta tekið þátt í allt að 20 mismundandi námskeiðum, fyrirlestrum, skoðunarferðum, sölubásum og fleiru.
Prjónagleði fær innblástur sinn frá prjónahátíðinni Fano sem haldin er í Danmörku. Textílsetrið hlaut styrk frá Nordplus 2015 til þess að heimsækja prjónahátíðina Fano og hitta þar skipuleggjendur hátíðarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.