Menningarsjóður KS úthlutar 28 styrkjum
Í gær, 22. júní, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum. Það voru Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson stjórnarformaður KS sem önnuðust úthlutunina en þeir eru í stjórn Menningarsjóðsins, ásamt Ingu Valdísi Tómasdóttur, Efemíu Björnsdóttur og Einari Gíslasyni.
Afhending styrkjanna gekk hratt og greiðlega fyrir sér enda margir viðstaddra spenntir fyrir stórleik Íslands og Austurríkis á EM sem hófst klukkan 16:00.
Eftir afhendinguna tóku til máls nokkrir styrkþegana og þökkuðu fyrir styrkinn og fjölluðu eilítið um verkefnin sem þau stóðu fyrir. Það voru þau Erla Einarsdóttir hjá Sólon myndlistafélaginu, Sólveig Jónasdóttir hjá Samgönguminjasafni Skagafjarðar, Viggó Jónsson, fyrir hönd Skíðadeildar Tindastóls og Viðburðaríkt ehf. og Reynir Ingibertsson sem fer fyrir Fífilbrekku ehf.
Allir geta sótt um styrk í sjóðinn en stundum hefur sjóðurinn sjálfur frumkvæði af úthlutunum. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki, röðin er tilviljanakennd og segir ekki til um upphæðir styrkjanna:
01.Ólafur A. Sindrason
Styrkur til ritstjórnar og útgáfu á smásagnasafni skagfirskra höfunda.
02. Íris Olga Lúðvíksdóttir
Styrkur til verkefnisins Frá Aravísum til Alladíns II. Tónleikar með barnalögum fyrir börn og fullorðna.
03. Feykir héraðsfréttablað – Nýprent ehf.
Styrkur til að gera öll tölublöð Feykis aðgengileg á netsíðunni timarit.is.
04. Kakalaskáli ehf.
Styrkur vegna smíða innviða í sýningarrými Kakalaskála.
05. Samgönguminjasafn Skagafjarðar
Styrkur til áframhaldandi uppbyggingar á safninu.
06. Guðbrandsstofnun
Styrkur vegna sumartónleika Guðbrandsstofnunar á Hólum í Hjaltadal.
07. Króksbíó
Styrkur til reksturs kvikmyndahússins á Sauðárkróki.
08. Viðburðaríkt ehf.
Styrkur vegna tónlistarhátíðarinnar Drangey Music festival- þar sem vegurinn endar.
09. Á Sturlungaslóð í Skagafirði
Styrkur til endurútgáfu á bókinni „Á Sturlungaslóð“.
10. Jónsmessuhátíðin á Hofsósi
Styrkur vegna Jónsmessuhátíðar á Hofsósi.
11. Grundarhópurinn
Styrkur vegna menningarhátíðarinnar Listaflóð á vígaslóð.
12. Kolbrún María Sæmundsdóttir
Styrkur vegna „Litla hestafólksins, K Glói“ reiðfatalínu fyrir yngsta aldurshópinn.
13. Skotta kvikmyndafjelag
Styrkur vegna alþjóðlegs sumarnámskeiðs fyrir ungt kvikmyndagerðarfólk.
14. Skíðadeild Tindastóls
Styrkur til áframhaldandi uppbyggingar á Skíðasvæðinu í Tindastóli.
15. Aðalheiður Bára Steinsdóttir
Styrkur vegna Norðurlandamóts í Boccia í Finnlandi.
16. Tindastóll TV
Rekstrarstuðningur við útsendingar.
17. Harmonikurtíóið ítríó
Styrkur vegna tónleika í samstarfi við menningarhátíðina Listaflóð á vígaslóð.
18. Golfklúbbur Sauðárkróks
Styrkur vegna barna– og unglingastarfs klúbbsins.
19. Fífilbrekka ehf.
Styrkur til þess að safna myndum og öðrum upplýsingum varðandi hús víðs vegar um landið sem hafa verið í notkun og í eign samvinnufélaga á viðkomandi stöðum.
20. Erla Gígja Þorvaldsdóttir og Hulda Jónasdóttir
Styrkur til að vinna að sögu Dægurlagakeppninnar á Sauðárkróki.
21. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
Styrkur til framsetningar á verkefninu „Úr tímans ranni – Drangey“.
22. Kiwanisklúbburinn Drangey
Styrkur til forvarnarverkefnis.
23. Sólon Myndlistarfélag
Styrkur til áframhaldandi starfsemi félagsins.
24. Ágúst Brynjar Eiðsson
Styrkur til listsköpunar.
25. Lummudagar í Skagafirði
Styrkur til framkvæmdar á Lummudögum.
26. Guðbjörg Pálsdóttir
Styrkur til opnunar vinnustofu.
27. Arnar Geir Hjartarson
Styrkur til iðkunar á golfíþróttinni.
28. Stefanía Fjóla Finnbogadóttir og Guðmundur Magnússon
Styrkur til uppbyggingar á gamla bænum á Þorljótsstöðum í Vesturdal í Skagafirði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.