Margt um manninn í Laufskálaréttum
Það var margt um manninn í Laufskálaréttum sl. laugardag eins og vænta mátti þó fjöldinn hafi verið sýnilega minni en fyrri ár. Þrátt fyrir leiðinda spá var veðrið þokkalegt og menn og skepnur undu sér vel.
Fjöldi manns fór ríðandi í Kolbeinsdal til að sækja stóðið og reka til réttar og má áætla að um 400 hross hafi gengið í afréttinni í sumar.
Á föstudagskvöldinu fór fram mikil sýning í reiðhöllinni Svaðastaðir sem tókst að vonum vel og voru áhorfendapallarnir þétt setnir.
Á laugardagskvöldið var haldinn stórdansleikur í reiðhöllinni Svaðastaðir þar sem um 1300 manns mættu og skemmtu sér prýðilega. Að sögn lögreglu fór allt skemmtanahald vel þessa helgi, en líkamsárás sem átti sér stað eftir að dansleik lauk setti ljótan blett á annars ágæta helgi. Eitt fíkniefnamál kom upp á ballinu sem var leyst á staðnum og telst upplýst og fer sína leið í kerfinu. Enginn ölvunarakstur var skráður í bækur lögreglunnar þessa helgi og er vel.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.