Listsköpun lúinna handa - Opnun málverkasýningar í Lindabæ
Sl. sunnudag var málverkasýningin Listsköpun lúinna handa opnuð í Búminjasafninu í Lindabæ. Þar getur að líta myndir sem Rögnvaldur Steinsson, bóndi á Hrauni á Skaga, málaði á efri árum sínum ásamt ýmsu öðru handverki hans, s.s. tálguðum skipum og bókbandi en sýninguna settu synir hans upp í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Rögnvaldar þann 3. október sl.
Ríflega 150 manns voru viðstaddir opnunina þar sem tvö barnabörn Rögnvaldar, þau Sigvaldi Helgi og Dagný Erla Gunnarsbörn fluttu tónlistaratriði, lesið var úr bréfum Rögnvaldar, flutt stutt æviágrip og fleira.
Það er sannarlega vert að líta við á þessari ágætu sýningu sem verður opin fimmtudaginn 1. nóvember frá kl. 18:00-21:00 en ekki 10:00-21:00 eins og misritaðist í nýjasta tölublaði Feykis
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.