Landsmót hestamanna sett á Hólum
Landsmót hestamanna var sett á Hólum í gærkvöldi og var gerður góður rómur að þó aðeins hafi dropað á mótsgesti en fjölmennt var við setninguna. Margir tóku til máls við athöfnina, m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Lárus Ástmar Hannesson formaður Landssambands hestamannafélaga, og ræddu m.a. um hve ánægjulegt væri að halda landsmótið þar sem æðsta menntastofnun íslenska hestsins er í heiminum.
Á milli ræðuhalda söng Kristján Jóhannsson stórsöngvari ásamt Karlakórnum Heimi. Magni Ásgeirsson tók einnig lagið með Kristjáni og kórnum en saman tóku þeir vinsælasta lag Íslands í dag, „Ég er kominn heim“ sem Óðinn Valdimarsson gerði ódauðlegt á síðustu öld. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup blessaði landsmótið.
Þá var minnisvarði um Svein Guðmundsson afhjúpaður af barnabörnum Sveins tilefnið.
Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af setningarathöfninni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.