Kalsaveður í göngum helgarinnar
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
12.09.2016
kl. 09.27
Það viðraði ekki vel á gangnamenn norðanlands um helgina því vindar blésu úr norðri með kulda og vætu. Þoka var víða í fjallahlíðum sem gerði leitir erfiðari en ella. Samt var gengið víðast hvar en þó hefur frést af Skaga að þar hafi smölun að hluta til a.m.k. verið frestað fram í vikuna. Í Skarðarétt var fjárdrætti frestað fram á sunnudag.
Meðfylgjandi myndir voru teknar sl. laugardag er gangnamenn komu úr Vesturfjöllum í Staðarrétt blautir og kaldir og svo daginn eftir við drátt í mun skárra veðri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.