Hrútadómar í haustblíðunni
Fjárræktarfélag Fljótamanna stóð fyrir fjárdegi í fjórða sinn síðasta laugardag. Að þessu sinni var hann haldinn að Ökrum í Vestur-Fljótum, hvað Örn Þórarinsson bóndi og netbóksali býr með sauðfé. Það var að vanda fjör í Fljótum ekki spillti veðrið fyrir stemningunni hjá þeim hátt í tvö hundrað gestum sem lögðu leið sína að Ökrum.
Þær Jóhanna Einarsdóttir á Skúfsstöðum í Hjaltadal og Þórdís Halldórsdóttir á Ytri-Hofdölum dæmdu lambhrúta og voru líflömb boðin til sýnis og sölu. Þá kynnti Halldór Hálfdánarson á Molastöðum smaladróna þeirra Fljótamanna og sýndi skemmtilegar myndir sem hann hefur tekið með drónanum. Loks buðu Fljótakonur og menn upp á kaffi og bakkelsi og einnig var boðið upp á mjöð frá bruggverksmiðjunni Segli á Siglufirði.
Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður Feykis í Fljótunum síðasta laugardag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.