Hrútadagur í Miðfjarðarhólfi - Myndasyrpa
Sl. mánudag var haldinn hrútadagur fyrir Miðfjarðarhólf á Urriðaá í Miðfirði. Félagsskapurinn Ungur bændur í V-Hún. stóð fyrir viðburðinum og var vel mætt. Að sögn Guðrúnar Skúladóttur á Tannstaðabakka var keppt í þremur flokkum lambhrúta; hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir, auk eins gimbraflokks, en það voru svokallaðar skrautgimbrar, eða mislitar gimbrar. Einnig voru lömb boðin til sölu, bæði hrútar og gimbrar. Anna Scheving mætti með myndavélina.
Úrslit voru eftirfarandi:
Hvítir hyrndir:
1. sæti: Tjaldssonur nr. 101 frá Mýrum 2 87,5 stig
2. sæti: Barkarsonur nr. 228 frá Bergsstöðum 87,5 stig
3. sæti: Myrkvasonur nr. 311 frá Efri-Fitjum 89 stig
Mislitir
1. sæti: Höfðingjasonur nr. 823 frá Þóroddsstöðum 87,5 stig
2. sæti: Höfðingjasonur nr. 159 frá Efri-Fitjum 85,5 stig
3. sæti: Drekasonur nr 143frá Mýrum 2 85,5 stig
Kollóttir
1. sæti: Serkssonur nr. 1frá Syðri-Reykjum 87,5 stig
2. sæti: Spottasonur nr. 4050 frá Efri-Fitjum 87,5 stig
3. sæti: Krapasonur nr. 118 frá Efri-Fitjum 86,5 stig
Skrautgimbrar
1. sæti: svargolsubotnótt Jónasardóttir nr 100 frá Bergsstöðum
2. sæti: svarbotnótt Botnadóttir nr. 53 frá Urriðaá
3. sæti: svarflekkótt Unaðsboltadóttir nr 64 frá Bergsstöðum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.